PGA: Pádraig Harrington í forystu eftir 1. dag Barclays mótsins á Bethpage Black
Það er Írinn Pádraig Harrington, sem tekið hefir forystu eftir 1. dag Barclays Championship, sem hófst á Bethpage Black golfvellinum í New York í dag. Harrington kom í hús á 7 undir pari, 64 höggum. Hann fékk 8 fugla og 1 skolla. Fjórir fuglanna komu í röð hjá honum á holum 11 – 14 , sem var langbesti hluti leiksins hjá honum í dag. Harrington lék einfaldlega snilldarlega.
Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru Bandaríkjamennirnir Nick Watney og Brian Harman, á 65 höggum sem sagt.
Fjórir kylfingar deila 4. sætinu þ.á.m. Sergio Garcia og eru allir á 5 undir pari, og voru á 66 höggum í dag.
Síðan eru 6 kylfingar í 8. sætinu þ.ám. Rickie Fowler á 4 undir pari, 67 höggum, hver.
Tiger stóð sig betur en Rory í einvígi þessara bestu kylfinga heims. Tiger var á 3, 68 höggum undir pari og deilir 14. sætinu ásamt 11 öðrum kylfingum þ.á.m. ekki minni mönnum en Ernie Els, Vijay Singh, Phil Mickelson og Luke Donald.
Rory deilir 26. sætinu ásamt 8 öðrum kylfingum, þ.á.m. Lee Westwood og Steve Stricker en allir eru þeir búnir að spila á 2 undir pari þ.e. 69 höggum, hver.
Munur milli kylfinga í 1. og 33. sæti eru 5 högg, sem sýnir hversu hörð baráttan er á toppnum enda geysimikið í húfi. Spennandi helgi framundan!!!
Til þess að sjá stöðuna á Barclays mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024