Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2012 | 10:55

LPGA: Chella Choi og Lydía Ko efstar þegar CN Canadian Women´s Open er hálfnað

Það eru Chella Choi frá Suður-Kóreu og hin 15 ára Lydía Ko, frá Nýja-Sjálandi, sem eru efstar þegar CN Canadian Women´s Open er hálfnað í Coquitlam í Kanada. Samtals eru Choi og Ko búnar að spila á 8 undir pari hvor; samtals 136 höggum; Choi (72 64) og Ko (68 68).

Choi átti frábæran hring í gær á 64 höggum, spilaði skollalaust golf; fékk 8 fugla og 10 pör.  Lydía Ko spilaði líka skollalaust fékk 4 fugla og 14 pör, hvorutveggja glæsihringir!!!!

Þriðja sætinu deila þær Moira Dunn og Angela Stanford frá Bandaríkjunum og NY þ.e. Na Yeon Choi  og Inbee Park frá Suður-Kóreu, allar á samtals 7 undir pari, hver.

Yani Tseng, nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna og forystukona gærdagsins átti slakan hring í gær og er dottin niður í 10. sætið á samtals 141 höggi (66 75), 5 höggum á eftir þeim Choi og Ko.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru Lexi Thompson, So Yeon Ryu, Laura Davies, Morgan Pressel og Christina Kim.

Til þess að sjá stöðuna þegar CN Canadian Women´s Open er hálfnað SMELLIÐ HÉR: