Íslandsbanki fyrirtækjameistari í golfmóti Forskots
Golfmót Forskots, styrktarsjóðs fyrir íslenska afrekskylfinga, fór fram í fyrradag, 23. ágúst 2012, á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Fjögur fyrirtæki mynda styrktarsjóðinn Forskot, sem hefur það að markmiði efla íslenskt golf og styðja við bakið á okkar bestu kylfingum. Fyrirtækin Eimskip, Icelandair, Íslandsbanki og Valitor standa að baki Forskoti.
16 kylfingar skipuðu hverja sveit og giltu bestu tólf skorin hjá hverri sveit. Leikið var með punktafyrirkomulagi. Íslandsbanki fór með sigur af hólmi í mótinu með alls 440 punkta. Eimskip varð í öðru sæti með 435 punkta og Icelandair varð í þriðja með 430 punkta.
Afrekskylfingarnir Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum, Rúnar Arnórsson úr GK, Tinna Jóhannsdóttir úr GK og Þórður Rafn Gissurarson úr GR léku fyrir hvert lið. Ólafur Björn lék best afrekskylfinganna en hann lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Þórður kom næstur á 67 höggum.
Í einstaklingskeppninni var það Kristján Elvar Guðlaugsson úr GKG, sem lék fyrir hönd Íslandsbanka, sem fór með sigur af hólmi en hann nældi sér í 42 punkta. Steinar Helgason úr GR, sem keppti fyrir Icelandair varð annar með 40 punkta og Helgi Ingólfur Eysteinsson úr GR, og keppandi fyrir Icelandair, varð þriðji á 38 punktum.
Stefnt er að því að mótið verði árlegt en keppt er um glæsilegan farandbikar og nafnbótina Fyrirtækjameistari Íslands í golfi.
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024