Eimskipsmótaröðin (6): Barist um stigameistaratitlana í Símamótinu n.k. helgi
Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni, Símamótið, fer fram á Grafarholtsvelli um næstu helgi. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur á laugardeginum. Góð þátttaka er í mótinu. Hámarksfjöldi keppenda er 84 kylfingar og hefur myndast biðlisti inn í mótið hjá körlunum.
Barist er um stigameistaratitilinn hjá bæði körlum og konum. Íslandsmeistarinn tvöfaldi, Haraldur Franklín Magnús úr GR, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Hann verður hins vegar ekki með í mótinu um helgina en hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson úr GOS er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður einnig ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum.
Í kvennaflokki verður baráttan um stigameistaratitilinn á milli Signýjar Arnórsdóttur og Guðrúnar Brá Björgvinsdóttur, báðar úr Keili. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti þar verður hún einnig stigameistari.
Lifandi skor verður frá Símamótinu á Grafarholtsvelli um helgina og skor kylfinga skrásett á þriggja holu fresti.
Stigalisti karla á Eimskipsmótaröðinni:
1. Haraldur Franklín Magnús GR 5266.43
2. Hlynur Geir Hjartarson GOS 5157.50
3. Andri Þór Björnsson GR 4307.50
4. Þórður Rafn Gissurarson GR 4282.50
5. Rúnar Arnórsson GK 3882.50
Stigalisti kvenna á Eimskipsmótaröðinni:
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 6002.50
2. Signý Arnórsdóttir GK 5892.50
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 5241.25
4. Anna Sólveig Snorradóttir GK 4118.75
5. Tinna Jóhannsdóttir GK 3975.00
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024