Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2012 | 13:00

Óskar Halldórsson Golfsumarsmeistari 2012

Pro-Am mót Golfsumarsins fór fram á Hólmsvelli í Leiru í gær. Í mótinu léku þeir sem bestum árangri höfðu náð í Golfsumrinu – stærsta golfleik landsins –  og 9 bestu kylfingar landsins.

Spiluð var einstaklingskeppni og liðakeppni.  Í liðakeppninni voru lið svo sett saman að 1 af 9 bestu kylfingum var paraður með 3 þátttakendum úr Golfsumrinu. Í einstaklingskeppninni kepptu 9 bestu kylfingarnir sín á milli og síðan þátttakendur Golfsumarsins, sín á milli.

Í aðalvinning var golfferð til Dalmahoy í Skotlandi með Birgi Leif Hafþórssyni í apríl 2013, en Icelandair Golfers og Vodafone gáfu öll verðlaun í mótið.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Einstaklingskeppni – lokamót Golfsumarsins:

1. sæti Óskar Halldórsson, 69 högg nettó

2.sæti Ívar Jónsson, 70 högg nettó

3. sæti Helgi Axel Sigurjónsson, 70 högg nettó

Einstaklingskeppni 9 bestu kylfinga landsins:

1. sæti Helgi Birkir Þórisson, 68 högg.

2. sæti Birgir Leifur Hafþórsson, 69 högg.

3. sæti Ingi Rúnar Gíslason, 70 högg.

Liðakeppni:

1. sæti Lið Snorra Páls Ólafssonar sem var svo skipað: Snorri, Grímur Þórisson, Baldvin Vigfússon og Ívar Jónsson; 89 punktar

2. sæti Lið Rafns Stefáns Rafnssonar, sem var svo skipað: Rafn Stefán, Ágúst Daði Guðmundsson, Guðjón Grétar Daníelsson og Þuríður Halldórsdóttir; 89 punktar.

3. sæti Lið Svans Vilhjálmssonar, sem var svo skipað: Svanur, Gerða Hammer, Jón Þorkell Jónasson og Örn Ævar Hjartarsson.