Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2012 | 21:00

GÞH: Gistið og spilið Þverárvöll að Hellishólum á kr. 5000!!!

Þau Víðir og Laíla á Hellishólum bjóða upp á gistingu og golf á virkum dögum á aðeins kr. 5000 á mann. Boðið er upp á gistingu í sumarhúsum, sem staðsett eru á golfvellinum.

Það er ótalmargt hægt að taka sér fyrir hendur á Hellishólum fyrir utan að spila golf. Mynd: Golf 1

Tilboðið stendur frá 2. september – 20. september 2012.

Þverárvöllur er frábær 18 holu golfvöllur – golfperla, sem mörgum er að góðu kunn.

Þeir sem hins vegar eiga eftir að prófa þennan frábæra völl, þar sem svo mjög reynir á staðsetningargolf, eða vilja endurnýja kynnin, þá er um að gera að grípa þetta góða tilboð.

Tekið er við pöntunum í síma 487-8360.