Keiliskylfingarnir Einar Haukur Óskarsson og Tinna Jóhannsdóttir, sigurvegarar á 6. og síðasta móti á Eimskipsmótaröðinni 2012, Síma mótinu. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2012 | 18:00

Eimskipsmótaröðin (6): Einar Haukur og Tinna sigurvegarar Síma mótsins í Grafarholti

Einar Haukur Óskarsson úr Keili lagði klúbbfélaga sinn, Kristján Þór Einarsson úr Keili í bráðabana um sigurinn í karlaflokki á Síma mótinu sem lauk í dag á Eimskipsmótaröðinni. Leikið var á Grafarholtsvelli. Einar Haukur og Kristján urðu jafnir á samtals þremur höggum yfir pari og fóru því í bráðabana. Þeir þurftu að leika 18. holuna í þrígang áður en Einar Haukur tryggði sér sigur. Hlynur Geir Hjartarson úr GOS og Magnús Lárusson úr GKJ urðu jafnir í þriðja sæti á samtals sex höggum yfir pari. Hlynur Geir varð stigameistari með þeim árangri.

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili fór með sigur af hólmi í kvennaflokki í Síma mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Tinna lék samtals á 15 höggum yfir pari í mótinu og varð fjórum höggum á undan heimastúlkunni Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR sem varð önnur. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð í þriðja sætið. Sá árangur tryggði Signýju stigameistaratitilinn í ár.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki:
1. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76-69=216 +3
2. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75-72=216 +3
3.-4. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71-73=219 +6
3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75-72=219 +6
5. Bjarki Pétursson, GB 79-69-73=221 +8
6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75-73=221 +8
7.-8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74-73=225 +12
7.-8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74-75=225 +12
9. Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE 78-76-72=226 +13
10. Rúnar Arnórsson, GK 77-80-70=227 +14

Lokastaða efstu kylfinga í kvennaflokki:
1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 76-74-78=228 +15
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 80-75-77=232 +19
3. Signý Arnórsdóttir, GK 79-77-77=233 +20
4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 77-80-78=235 +22
5. Karen Guðnadóttir, GS 82-77-85=244 +31
6. Guðrún Pétursdóttir, GR 80-82-84=246 +33
7. Heiða Guðnadóttir, GKJ 84-86-78=248 +35
8. Ingunn Einarsdóttir, GKG 90-82-80=252 +39
9. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 85-85-85=255 +42
10. Hansína Þorkelsdóttir, GKG 82-88-86=256 +43