Luke Donald biður Gil Hanse afsökunar
Þriðja hring Luke Donald lauk enn fuglalaust á 18. flöt á Deutsche Bank Championship í gær. Og Donald lét pirring sinn í ljós á Twitter þar sem hann „tvítaði“:
„Það jafnast ekkert á við að slá besta högg dagsins á síðustu braut og fara af flöt með skolla þvílík hræðileg endurhönnun á flötinni – er með súrt bragð (í munninum) eftir þetta. Við þetta bætti Donald farsímanúmer sínu og skammaryrði um þann sem endurhannaði 18. flöt á TPC Boston, Gil Hanse, sem ekki verður haft eftir hér.
Það sem Luke gerði sér ekki grein fyrir var að skilaboðin fóru til þeirra 300.000 sem fylgjast með honum þ.e. „follow-a“ hann á Twitter.
„Mér urðu á mistök, því miður,“ sagði Donald eftir að hafa komið í hús á 1 undir pari, 70 höggum á sunnudag. „Mér urðu á mistök, ég sendi skilaboð sem ekki voru ætluð til allra og tek fulla ábyrgð á þessu. Ég tók strax eftir þessu og reyndi að eyða þeim […] Ég ætlaði ekki að dreifa þessum skilaboðum og ég bið alla afsökunar sem ég særði, sérstaklega Gil Hanse.“ Svona hljómaði almenn afsökunarbeiðni frá Luke Donald.
Gil Hanse, er sá sami og fékk verkefnið ásamt LPGA leikmanninum fyrrverandi, Amy Alcott, að hanna Olympíu golfvöllinn í Ríó de Janeiro í Brasilíu fyrir Olympíuleikana 2016 og eins hefir Donald Trump ráðið hann til þess að gera „betrumbætur“ á „Bláa Skrímslinu“ í Miami, sem hann festi kaup á nú nýverið.
Hanse er á Deutsche Bank Championship mótinu en Luke Donald sagðist ekki enn hafa rekist á hann. Hann sagði ef hann myndi hitta Hanse myndi hann biðjast afsökunar í eiginn persónu. Hanse sagðist hins vegar þegar hafa heyrt um afsökunarbeiðni Luke Donald og sagði að hann skildi hann vel.
Luke Donald á hinn bóginn sagði að farsíminn hefði hringt látlaust og að hann yrði nú að skipta um númer. „Það er bara það sem ég á skilið!“ sagði Luke.
Þrátt fyrir allt ætlar hann ekki að hætta með Twitter eins og margir á undan honum hafa gert. „Þetta er mjög kröftugur fjölmiðill,“ sagði hann. „Maður verður að fara varlega. Það er ákveðin fíkn í Twitter. Og síðan verður maður stöðugt að vera með nýjar fréttir sem öllum þykir gaman af….. en kannski væri viturlegt ef ég tæki mér svolítið frí, kannski.“
Aðspurður hver afstaða hans væri til breytinganna á 18. flöt svaraði Luke Donald „Mér líkar eftir sem áður ekkert við þær!!!“
Heimild: Golfweek
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024