Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2012 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (10. grein af 34): Clare Queen

Clare Queen er ein af 4 stúlkum sem urðu í 22. sæti á Q-school LET nú fyrr á árinu og hlutu því kortin sín á LET fyrir keppnistímabilið 2012. Hinar stúlkurnar eru: Yu Yang Zhang, Chrisje De Vries og Stephanie Na, en þær verða kynntar á næstu dögum.

Clare Queen er skosk, fædd í Glasgow 29. apríl 1983 og því 29 ára. Sem áhugamaður sigraði hún m.a. á Girls British Open 2001; varð  breskur meistari í höggleik 2004 og var í 3. sæti á heimslista áhugamanna.

Queen gerðist atvinnumaður í golfi 27. nóvember 2005. Hún komst strax næsta á á Evrópumótaröð kvenna, þar sem hún hefir spilað óslitið síðan.

Clare er auk Carly Booth einn fremsti kvenkylfingur Skotlands. Hún byrjaði að spila golf 11 ára. Sá sem hefir haft hvað mest áhrif á hana í golfinu er þjálfari hennar Ian Rae.

Clare útskrifaðist með BA gráðu í viðskiptafræði (markaðsfræði) frá háskólanum í Strathclyde 2004.

Áhugamál Clare Queen eru að blanda geði við aðra, áhorf á flestar íþróttir og tónlist.

Clare hefir spilað á LET frá 2006 og hefir unnið sér inn eftirfarandi í verðlaunafé:

2006 €14,679.97 99

2007 €55,739.58 39

2008 €46,321.67 48

2009 €12,713.94 99

2010 €2,015.00 154

2011 €6,513.00 133