Stephanie Na
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2012 | 13:30

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (11. grein af 34): Stephanie Na

Stephanie Na var ein af 4 stúlkum sem hlutu kortið sitt í gegnum Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Hinar eru Clare Queen frá Skotlandi, sem þegar hefir verið kynnt og síðan Yu Yang Zhang, frá Kína og Chrisje De Vries frá Hollandi, sem kynntar verða á næstu dögum.

Stephanie fæddist á Henley Beach í Ástralíu, 27. júní 1989 og er því 23 ára. Hún  býr í Adelaide í Ástralíu.  Stephanie gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og spilaði fyrst á Futures (nú Symetra) Tour, þ.e. 2010 og og 2011.

Hápunktar á ferli Stephanie eru eftirfarandi:

Na er í golflandsliði Ástrala.

Suður-ástralskur meistari í höggleik 2006 og 2008.

Þátttakandi í U.S. Women’s Amateur Championship 2008.

Hún var T-3 í SAS Masters í Noregi 2009.

Na varð T-3 í Handa Cup í Perth, Ástralíu 2011.

Na varð í 3. sæti á Bing Lee/Samsung New South Wales Women’s Open, 2011