Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2012 | 07:00

Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker? (1. grein af 4)

Eftir gærdaginn er nafn bandaríska kylfingsins Brandt Snedeker á allra vörum. Hann er sá sem Davis Love III fyrirliði valdi í bandaríska Ryder Cup liðið 2012 umfram heimsmeistarann í holukeppni Hunter Mahan og Rickie Fowler, sem voru í bandaríska Ryder Cup tapliðinu 2010 og Nick Watney, sem búinn er að standa sig geysivel í sumar (vann m.a. The Barclays fyrsta mótið í FedEx Cup umspilinu, en í því móti varð Snedeker í 2. sæti).

En hver er kylfingurinn Brandt Snedeker?

Brandt Snedeker fæddist 8. desember 1980 í Nashville, Tennessee (á m.a. sama afmælisdag og Ragnar Guðmundsson, GV Íslandsmeistari 70+ og Ágústa Sveinsdóttir, GK) Hann byrjaði að spila golf vegna ömmu sinnar móður megin, sem var framkvæmdastjóri golfvallar í Missouri. Hann var í Harding Academy, Montgomery Bell Academy og síðan 4 ár í  Vanderbilt University, þar sem hann var félagi í Chi kafla Kappa Alpha bræðralaginu. Snedeker sigraði á  U.S. Amateur Public Links árið 2003 áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi.

Brandt Snedeker er kvæntur Mandy og saman eiga þau dótturina Lily, sem er 1 árs.

Brandt og Mandy

Atvinnumennskan

Árin 2004-2006: Á Nationwide Tour

Snedeker spilaði á Nationwide Tour á árunum frá 2004 til 2006, þegar hann varð í 9. sæti á peningalistanum eftir sigra á the Showdown at Somerby og the Permian Basin Charity Golf Classic. Þar með ávann hann sér kortið sitt á PGA Tour árið 2007. Meðan Snedeker var á  Nationwide Tour, vann Snedeker tvívegis,varð 2 sinnum í 2. sæti, var 12 sinnum meðal efstu 10 og vann sér inn $549,564.

Heimild: Wikipedia