Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker? (1. grein af 4)
Eftir gærdaginn er nafn bandaríska kylfingsins Brandt Snedeker á allra vörum. Hann er sá sem Davis Love III fyrirliði valdi í bandaríska Ryder Cup liðið 2012 umfram heimsmeistarann í holukeppni Hunter Mahan og Rickie Fowler, sem voru í bandaríska Ryder Cup tapliðinu 2010 og Nick Watney, sem búinn er að standa sig geysivel í sumar (vann m.a. The Barclays fyrsta mótið í FedEx Cup umspilinu, en í því móti varð Snedeker í 2. sæti).
En hver er kylfingurinn Brandt Snedeker?
Brandt Snedeker fæddist 8. desember 1980 í Nashville, Tennessee (á m.a. sama afmælisdag og Ragnar Guðmundsson, GV Íslandsmeistari 70+ og Ágústa Sveinsdóttir, GK) Hann byrjaði að spila golf vegna ömmu sinnar móður megin, sem var framkvæmdastjóri golfvallar í Missouri. Hann var í Harding Academy, Montgomery Bell Academy og síðan 4 ár í Vanderbilt University, þar sem hann var félagi í Chi kafla Kappa Alpha bræðralaginu. Snedeker sigraði á U.S. Amateur Public Links árið 2003 áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi.
Brandt Snedeker er kvæntur Mandy og saman eiga þau dótturina Lily, sem er 1 árs.
Atvinnumennskan
Árin 2004-2006: Á Nationwide Tour
Snedeker spilaði á Nationwide Tour á árunum frá 2004 til 2006, þegar hann varð í 9. sæti á peningalistanum eftir sigra á the Showdown at Somerby og the Permian Basin Charity Golf Classic. Þar með ávann hann sér kortið sitt á PGA Tour árið 2007. Meðan Snedeker var á Nationwide Tour, vann Snedeker tvívegis,varð 2 sinnum í 2. sæti, var 12 sinnum meðal efstu 10 og vann sér inn $549,564.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024