Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 11 – Amy Pascoe

Í gær fjölluðum við um John Duncan Dunn, bróður Seymour Gourlay Dunn, son Tom Dunn og barnabarn Willie Dunn eldri.  John var frábær golfkennari og meðal fyrstu nemenda hans var Amy Pascoe, fyrsta konan sem við fjöllum um hér í greinaröðinni kylfingum 19. aldar.

Pascoe fjölskyldan samanstóð af verðbréfamiðlaranum Wallis og móður hans Agnes og systur Wallis, Amy (1866-1917).  Þau fluttust í Bracken Hill í Woking 1895, þegar Amy var 29 ára.

Amy var góður íþróttamaður, sérlega fær í golfi  og var m.a. skyld tónskáldinu Dame Ethel Smyth (1858-1944) og keisaraynju Frakklands, Eugenie (1826-1920), sem gift var Napoleon III.

Breska áhugamannameistaramóti kvenna (The British Ladies Amateur Golf Championship) var hleypt af stokkunum 1893.  Allt þar til atvinnumannamótin komu til sögunnar 1976 var þetta mikilvægasta mót í kvennagolfinu. Amy sigraði í mótinu 1896, þegar það var haldið í Royal Liverpool Golf Club.  Hún vann marga bikara og var kosin fyrirliði Surrey Ladies County Golf Association þegar það var stofnað árið 1900.

Amy ritaði m.a. hluta bókarinnar The Book of Golf and Golfers, 1898, og The World of Golf sem kom út ári síðar.

Amy Pascoe dó aðeins 51 árs að aldri.

Heimild: exploringsurreyspast.com