Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 11:30

Birgir Leifur lauk leik á 73 höggum á M2M Russian Challenge Cup

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk leik á M2M Russian Challenge Cup og spilaði lokahringinn á 73 höggum í dag. Þetta er besti hringur Birgis Leifs, ásamt 1. hring en þá lék Birgir Leifur líka á 73.  Í dag fékk Birgir Leifur 1 fugl og 2 skolla á fyrri 9 og 1 fugl og 1 skolla á seinni 9.

Samtals lék Birgir Leifur á 9 yfir pari, 297 höggum (73, 75 76, 73) og deildi 52. sætinu með 3 öðrum kylfingum: Þjóðverjanum Nicolas Meitinger, Skotanum Scott Henry og Wales-verjanum Garry Houston.

Spilað var á Tsleevo golfvellinum, sem Jack Nicklaus telur einn af bestu golfvöllum, sem hann hefir hannað (Golf 1 var með kynningu á Tsleevo nýlega sem sjá má með því að SMELLA HÉR: )

Til þess að sjá úrslit á M2M mótinu á Tsleevo golfvellinum í Rússlandi SMELLIÐ HÉR: