Michael Jordan verður ekki aðstoðarmaður Couples – John Cook kemur í hans stað
Verkalýðsmál innan NBA hindra að körfuboltastjarnan Michael Jordan fari til Ástralíu sem aðstoðarmaður Couples og bandaríska liðsins í Forsetabikarnum.
Fred Couples var með Jordan með sér í síðustu Forsetabikarskeppni í San Fransisco og var búinn að gera ráð fyrir honum sem aðstoðarmanni sínum 17.-20. nóvember n.k. í Royal Melbourne. Chicago Bulls stjarnan átti að gegna stöðu varafyrirliða ásamt Jay Haas.
Jordan á meirihlutann í Charlotte Bobcats og varð að hætta við þátttöku vegna verkbanns leikmanna NBA. Couples valdi John Cook til þess að taka sæti Jordan.
„Meðan þessi verkalýðsmál innan NBA eru óleyst þá fannst mér sem meirihluta eiganda Charlotte Bobcats nauðsynlegt að vera áfram í Bandaríkjunum,” sagði Jordan í fréttatilkynnningu.
Jordan hefir verið fastagestur í Ryder Cup og Forsetabikarnum í gegnum árin og situr oft í golfbíl með vindil og horfir á leikina. Hann var í heiðurshlutverki í San Francisco en sló í gegn meðal þátttakenda.
„Liðið mun sakna vináttu hans, íþróttaanda og forystu, en við skiljum svo sannarlega þá flóknu stöðu sem hann er í og skyldur hans gagnvart liði sínu,” sagði Couples.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024