Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2011 | 15:00

GS: Ögmundur Máni Ögmundsson, GR, sigraði á 4. móti Eccohaustmótaraðar GS

Síðastliðinn laugardag, 29. október 2011 fór fram 4. mótið í haustmótaröð ECCO og GS. Þátttakendur voru 41 og engin kona meðal þátttakenda. Veitt voru verðlaun í mótinu fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu í höggleik án forgjafar. Helstu úrslit urðu þessi:

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti Ögmundur Máni Ögmundsson, GR, 78 högg

2. sæti Björgvin Sigmundsson, GS,  78 högg

3. sæti Sigurður Albertsson, GS, 83 högg

4. sæti Helgi Svanberg Ingason, GKG, 85 högg

5. sæti Rúnar Sigurður Guðjónsson, GK, 86 högg

6. sæti Svavar Geir Svavarsson, GO, 88 högg

7. sæti Árni Björn Erlingsson, GS, 89 högg

8. sæti Helgi Róbert Þórisson, GKG, 89 högg

 

Punktakeppni með forgjöf:

1. sæti Ögmundur Máni Ögmundsson, GR, 35 punktar

2. sæti Sigurður Albertsson, GS, 35 punktar

3. sæti Jóhann G. Sigurbergsson, GS, 34 punktar

4. sæti Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 33 punktar

5. sæti Rúnar Sigurður Guðjónsson, GK, 33 punktar

6. sæti Helgi Svanberg Ingason, GKG, 33 punktar

7. sæti Helgi Róbert Þórisson, GKG, 33 punktar