Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 10:00

LET: Tilkynnt um 1 milljón dollara mót!!!

Það er kunnugra en frá þurfi að segja að mismununin í golfinu er enn í dag við lýði. Bæði eru enn til golfklúbbar sem í skjóli félagafrelsis meina konum inngöngu og eins er sláandi viku eftir viku að skrifa golffréttir þar sem launamunur á karl- og kvenkylfingum er oft á tíðum meira en tífaldur fyrir 1. sætið í mótum.

Þetta eru slæm skilaboð sem verið er að senda kvenkylfingum, ungum sem öldnum. Þær eldri kunna e.t.v. að segja: „En svona hefir þetta alltaf verið!“  „Stelpur við erum á 21. öldinni núna og svona á bara einfaldlega ekki að líðast!!!“  Þetta er hrein svívirða við mæður, systur, frænkur, dætur, vinkonur, og ömmur karla!“„Já hreint og beint kvenkylfinga alla!!!“

Því er svona frétt eins og þessi gleðifrétt!!!

Á leikskrá Evrópumótaraðar kvenna, Ladies European Tour 2013 mun verða eitt mót þar sem verðlaunafé er 1 milljón dollara þar eð heimsmeistaramótið í Kína hefir hækkað verðlaunafé sem þó var tiltölulega hátt miðað við það sem gengur og gerist þ.e. $ 600.000 í $1 milljón dollara!!!!

Mótið fer fram 7.-10. mars á næsta ári í Mission Hills Resort í Haikou, Hainan, í Kína.

Sigurvegari í mótinu í ár var Shanshan Feng frá Kína. Mótið er bæði einstaklingskeppni þar sem verðlaunaféð er $ 800.000 og liðakeppni þar sem veitt verða $ 200.000 í verðlaun.

Heimild: LET