Richard Bland
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2012 | 17:30

Evróputúrinn: Richard Bland leiðir á BMW Italian Open eftir 2. dag

Það er Englendingurinn Richard Bland, sem leiðir eftir 2. dag BMW Italian Open.

Bland er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66).

Öðru sæti aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 11 undir pari hver, deila 4 kylfingar: Frakkinn Grégory Bourdy, Spánverjinn Gonzalo Fdez-Castaño, Garth Mulroy frá Suður-Afríku og Marc Warren frá Skotlandi.

Englendingurinn Richard McEvoy er síðan einn í 6. sæti á samtals 10 undir pari, 134 höggum (66 68).

Til þess að sjá stöðuna þegar BMW Italian Open er hálfnað SMELLIÐ HÉR: