Nýju stúlkurnar á LET 2012 (21. grein af 34): Jennie Y. Lee
Jennie Lee frá Bandaríkjunum er ein af stúlkunum 7 sem deildi 9. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á árinu. Hinar er þær: Liebelei L. Lawrence grísk-bandaríska stúlkan frá Luxembourg, sem kynnt var í gær og þær Charlotte L. Ellis; Kendall R. Dye; Sahra Hassan; Elena M. Giraud og Maria Beautell, sem kynntar verða á næstu dögum.
Jennie Lee fæddist í Suður-Kóreu 6. nóvember 1986 og er því 25 ára. Hún byrjaði að spila golf 8 ára.
Sem áhugamaður keppti Jennie Lee m.a. að 4 U.S. Women’s Open risamótum (2004, 2006-2008) og varð deildi ásamt annarri heiðrinum að vera sá áhugamaður sem var með lægsta skorið árið 2007.. Jennie Lee hefir líka tvívegis verið í sigurliðum Bandaríkjanna í U.S. Curtis Cup team (2006, 2008) og hún keppti fyrir Team USA í Women’s World Amateur Team Championship 2006. Lee komst í fjórðungsúrslit á U.S. Women’s Amateur Championship og sigraði North & South Women’s Amateur Championship árið 2006. Í Duke University spilaði Jennie Lee öll 4 árin með golfliði háskólans, the Blue Devil og vann tvö NCAA Women’s Golf Championships mót með liðinu (2006, 2007).
Jennie Lee gerðist atvinnumaður í golfi í júní árið 2009, eftir útskrift frá Duke University þar sem hún hlaut gráðu í félagsfræði. Hún spilaði fyrst um sinn á Duramed FUTURES túrnum (nú Symetra Tour) þ.e. árin 2009 og 2010, en komst síðan strax inn á LPGA í fyrstu tilraun sinni. Í Q-school LPGA 2010 varð hún í T-14 og spilaði 2011 á LPGA mótaröðinni.
Í ársbyrjun 2012 ákvað hún að söðla um og reyna að komast á LET, sem líka tókst í fyrstu tilraun og í ár hefir Jennie verið að spila á Evrópumótaröð kvenna.
Jennie segir foreldra sína og Tom Sargent golfkennara sinn hafa haft mest áhrif á feril sinn. Áhugamál Jennie eru eldamennska, að baka og að vinna með börnum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024