The Rabbits by the 10th green on the Golf Course of Kirkjuból in Sandgerði, Iceland. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2011 | 15:01

Dýr á golfvöllum

Kylfingar rekast á ýmiskonar dýr á golfvöllum. Hér á landi er allt eins víst að rekast á gæsir í Grafarholtinu, kríuna í Nesklúbbnum og á Garðavelli undir Jökli (sérstaklega 8. brautinni) og kanínurnar á Kirkjubólsvelli í Sandgerði, svo fátt eitt sé nefnt. Reyndar er algengast hér á landi að rekast á einhvers konar fugla á golfvöllum. Sé farið á suðlægari slóðir þarf að hafa varann á sér á golfvöllum, því sum dýr eru hættuleg s.s. nashyrningar á golfvöllum Suður-Afríku, krókódílar í Flórída og eins eru sumar eðlutegundir varasamar. Slöngur eiga það til að snákast yfir golfvelli og er ekki gott að verða á vegi þeirra. Sum dýr eru ekki hættuleg en geta verið þeim mun meiri pirrandi eins og t.d. hæna ein sem elti greinarhöfund heilar 4 brautir á Spáni.

Sjá má skemmtilega myndaseríu LIFE um ýmiskonar dýr á golfvöllum, þ.e. skjaldbökur, eðlur, kengúrur, hunda, krabba, krókódíla, dádýr, svo fátt eitt sé talið með því að smella HÉR: