Afmæliskylfingur dagsins: Ryo Ishikawa – 17. september 2012
Afmæliskylfingur dagsins er japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa (japanska: 石川 遼) Ryo fæddist 17. september 1991 í Matsubushi, Saitama í Japan og er því 21 árs í dag. Hann hefir viðurnefnið „Hanikami Ōji“eða feimni prinsinn upp á japönsku. Ryo gerðist atvinnumaður 2008 og hefir á ferli sínum sigrað í 10 atvinnumannamótum þar af 9 á japanska PGA. Tíunda mótið sem hann sigraði á var Kansai Open. Ryo varð sá yngsti til að sigra mót á japanska PGA, en það var á Munsingwear Open KSB Cup, þegar Ryo var 15 ára og 8 mánaða.
Í Japan hefir verið framleidd “Ryo-dúkka”, sem er mjög vinsælt kylfu-cover. Dúkkan er í rauðum buxum, hvítum bol og með rautt skyggni og segist Ryo oft vera í þessu “outfitti”, þar sem hann telur það færi sér heppni.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Torakichi Nakamura (中村 寅吉 Nakamura Torakichi, 17. september 1915 – 11. feb 2008); Scott William Simpson, 17. september 1955 (57 ára); Craig A. Spence, 17. september 1974 (38 ára); Jennifer Rosales, frá Filipseyjum 17. september 1978 (34 ára) ….. og …..
Golf 1 óskar öllum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024