Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 13:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (22. grein af 34): Charlotte L. Ellis

Hér verður fram haldið að kynna stúlkurnar 7 sem deildu 9. sæti á Q-school LET á La Manga fyrr á árinu og hlutu kortin eftirsóttu og þar með spilarétt á Evrópumótaröð kvenna.

Enska stúlkan Charlotte L. Ellis er ein af þeim 7 sem deildu 9. sætinu. Hún fæddist 3. janúar 1986 og er því 26 ára.

Charlotte byrjaði að spila golf 14 ára þ.e. fyrir 12 árum. Hún er félagi í  Minchinhampton golfklúbbnum á Englandi, þar sem þjálfarinn hennar er fyrrum atvinnumaður á LET, Kirsty Taylor.

Sem áhugamaður varð Charlotte English mid-amateur champion árið 2006. Hún varð í 2. sæti á enska meistaramótinu í höggleik bæði 2009 og 2010. Hún varð skoskur meistari í höggleik 2011.  Hún komst á LET í fyrstu tilraun sinni og er með forgjöf +3.

Charlotte gerðist atvinnumaður í golfi í janúar 2012 eftir að fyrir lá að hún hefði komist í gegnum Q-school LET.

Meðal áhugamála Charlotter eru bíóferðir, tennis, hokkí og að ganga með hundunum sínum auk þess sem hún spilaði keppnisgolf innan skíris síns á Englandi, sem er Gloucestershire.

Charlotte segir pabba sinn, sem er tannlæknir, hafa haft mest um feril hennar að segja, auk þess sem hún starfar hjá honum sem aðstoðarmaður á tannlæknastofu hans.

Charlotte býr í Cheltenham, Gloucestershire, þegar hún er ekki á ferð um alla Evrópu í keppnisferðum.

Lesa má skemmtilegt viðtal blaðafulltrúa LET við Charlotte L. Ellis með því að SMELLA HÉR: 

Fræðast má meira um Charlotte L. Ellis með því að fara á heimasíðu hennar SMELLIÐ HÉR: