Nýju stúlkurnar á LET 2012 (22. grein af 34): Charlotte L. Ellis
Hér verður fram haldið að kynna stúlkurnar 7 sem deildu 9. sæti á Q-school LET á La Manga fyrr á árinu og hlutu kortin eftirsóttu og þar með spilarétt á Evrópumótaröð kvenna.
Enska stúlkan Charlotte L. Ellis er ein af þeim 7 sem deildu 9. sætinu. Hún fæddist 3. janúar 1986 og er því 26 ára.
Charlotte byrjaði að spila golf 14 ára þ.e. fyrir 12 árum. Hún er félagi í Minchinhampton golfklúbbnum á Englandi, þar sem þjálfarinn hennar er fyrrum atvinnumaður á LET, Kirsty Taylor.
Sem áhugamaður varð Charlotte English mid-amateur champion árið 2006. Hún varð í 2. sæti á enska meistaramótinu í höggleik bæði 2009 og 2010. Hún varð skoskur meistari í höggleik 2011. Hún komst á LET í fyrstu tilraun sinni og er með forgjöf +3.
Charlotte gerðist atvinnumaður í golfi í janúar 2012 eftir að fyrir lá að hún hefði komist í gegnum Q-school LET.
Meðal áhugamála Charlotter eru bíóferðir, tennis, hokkí og að ganga með hundunum sínum auk þess sem hún spilaði keppnisgolf innan skíris síns á Englandi, sem er Gloucestershire.
Charlotte segir pabba sinn, sem er tannlæknir, hafa haft mest um feril hennar að segja, auk þess sem hún starfar hjá honum sem aðstoðarmaður á tannlæknastofu hans.
Charlotte býr í Cheltenham, Gloucestershire, þegar hún er ekki á ferð um alla Evrópu í keppnisferðum.
Lesa má skemmtilegt viðtal blaðafulltrúa LET við Charlotte L. Ellis með því að SMELLA HÉR:
Fræðast má meira um Charlotte L. Ellis með því að fara á heimasíðu hennar SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024