Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Moe O´Brien mótinu frestað vegna veðurs – Andri Þór og Pétur Freyr spila því 36 holur á morgun

Moe O´Brien mótinu, fyrsta mótinu á dagskrá hjá Geaux Colonels, háskólaliði þeirra Andra Þórs Björnssonar, GR og Péturs Freys Péturssonar, GR, var frestað í dag vegna veðurs.

Mótið fer fram í Kosati Pines, í Kinder, Louisiana. Þetta átti að vera tveggja daga mót og spila átti fyrstu 36 holurnar í dag og 18 á þriðjudaginn.

Ákvörðun hefir verið tekin um að spila þess í stað  aðeins 36 holur á morgun.

Sjá má fréttina um frestun mótsins á heimasíðu Nicholls State með því að SMELLA HÉR: 

Golf 1 óskar þeim Andra Þór og Pétri Frey góðs gengis á morgun!!!