Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 20:20

Þórður Rafn á 71 höggi og Stefán Már á 75 eftir fyrsta hring á Fleesensee úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR taka nú þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, í Fleesensee í Þýskalandi.

Þeir spiluðu 1. hring í dag og var Stefán Már á 75 höggum og Þórður Rafn á 71 höggi.

Þórður Rafn var með 5 fugla, 2 skolla og leiðinda skramba á par-4 18. holu Fleesensee-vallarins. Hefði hann bara náð að spila 18. holuna á pari hefði skorið verið  upp á 3 undir pari og Þórður Rafn þá meðal 15 efstu en aðeins 24 efstu af 90 kylfingum komast upp á 2. stig úrtökumótsins.  Stefán Már fékk 5 skolla og 2 fugla.

Þórður Rafn er sem stendur í 40. sæti og Stefán Már í 72. sæti.

Golf 1 óskar þeim Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag 1. stigs úrtökumótsins í Fleesensee í Þýskalandi  SMELLIÐ HÉR: