Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 12:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 30 – Harry Vardon

S.l. sunnudag hófst hér á Golf 1 ný greinaröð 10 smásagna eftir PG Wodehouse eins ástsælasta enska rithöfundar og húmorista á framanverðri 20. öld.

Sögurnar eftir Wodehouse sem sagðar verða hér á hverjum næstu 9 sunnudaga, (en sú fyrsta, „Klikkun Cuthberts“ birtist s.l. sunnudag verður birt aftur hér til upprifjunnar, samhliða eða einmitt vegna þessarar greinar). Golfsmásögurnar 10 eru sjálfstæðar og úr bók hans sem heitir The Clicking of Cuthbert.  Í fyrstu sögunni sem ber sama heiti og bókin koma tveir af þekktustu kylfingum Breta við sögu: Abe Mitchell og Harry Vardon, og verður sá síðarnefndi kynntur hér á eftir. Á morgun birtist 2. golfsagan úr bókinni, stytt endursögn smásögunar: „Kona er aðeins kona“ (ens.: A woman is only a woman)

En víkjum aftur að þeim söguhetjum sem vísað er til í fyrstu smásögunni: Abe Mitchell og Harry Vardon. Harry Vardon var einskonar Tiger síns tíma og Mitchell þótti feykigóður.  Abe Mitchell hefir þegar verið kynntur og nú er ætlunin að kynna Harry Vardon.

Harry Vardon

Harry Vardon (f. 9. maí 1870 – d. 20. mars 1937) var atvinnukylfingur frá Jersey og hluti af hinni stóru þrenningu (ens.: Great Triumvirate) ásamt John Henry Taylor og James Braid. Hann vann Opna breska sex sinnum, sem er met, sem enn stendur og hann vann þar að auki á Opna bandaríska.

Vardon fæddist í  Grouville, Jersey, Channel Islands. Sem barn ólst hann upp á eyjunni Jersey og spilaði ekki mikið golf, en sýndi að hann hafði eðlislæga hæfileika í íþróttinni þegar hann vann fyrir sér sem kylfuberi.

Harry og yngri bróðir hans Tom, sem líka hafði áhuga á golfi voru mjög nánir. Framfarir þeirra í golfinu töfðust vegna fátæktar og föður þeirra var ekkert kappsmál að styðja áhugamál sona sinna.  Tom fluttist til Englands til þess að geta einbeitt sér að ferli sínum. Harry fylgdi Tom eftir vorið 1890 og tók að sér starf vallarstarfsmanns í klúbbi í Yorkshire. Harry var betri leikmaðurinn af bræðrunum tveimur. Tvítugur hafði Harry þróað krefjandi æfingaprógram, sem var það metnaðargjarnasta á sínum tíma. Harry var fyrsti atvinnukylfingurinn til þess að spila í hálfsíðum buxum – og gaf hefðbundnum klæðnaði enskra kylfinga þess tíma langt nef, en það samanstóð m.a. af óþægilegu bindi og hnepptum jökkum.

Innan nokkurra ára varð hann fyrsta golfsúperstjarnan frá dögum Tom Morris yngri, sem Golf 1 hefir áður fjallað um. Sjá greinar hér: Tom Morris yngri I,  Tom Morris yngri II;  Tom Morris yngri III

Árið 1896, vann Vardon fyrsta af sex Opnu bresku mótum sínum (en fjöldi sigra hans á því móti er met sem stendur eins og áður segir enn þann dag í dag). Árið 1900 varð hann fyrsta alþjóðlega golfstjarnan þegar hann ferðaðist um Bandaríkin og spilaði í meira en 80 mótum, þar sem toppurinn var sigur hans á Opna bandaríska. Hann deildi 1. sætinu á Opna bandaríska 1913, sem er söguþráðurinn í golfkvikmyndinni The Greatest Game Ever Played. Þegar hann varð 50 ára var Vardon í 2. sæti á Opna bandaríska, 1920.

Á ferli sínum sigraði Vardon í 62 golfmótum, þ.á.m. í 14 mótum í röð, sem er met sem enn stendur í dag. Hann sigraði Opna þýska 1911, og meistaramóti Bretlands í holukeppni, 1912.

Vardon gerði vinsælt golfgripið, sem nú er kennt við hann og notað er í dag af 90% allra kylfinga í heiminum.  Á seinnipart ævi hans varð hann golfvallararkítekt og hannaði þó nokkra þekkta golfvelli á Bretlandi; þ.á.m.: Llandrindod Wells Golf Club, Woodhall Spa og Radcliffe-on-Trent.

Vardon gripið

Vardon veiktist af berklum og var heilsutæpur í nokkur ár, en þann tíma nýtti hann til þess að taka fólk í golftíma og skrifa golfbækur.

Á blómaskeiði sínu var Vardon þekktur fyrir ofurnákvæmni og stjórn á öllum kylfum, þeirri mestu sem sést hefir til þess. Hvað sem öðru leið eftir að hann sneri aftur í golfið eftir langa fjarveru vegna berklanna átti hann í alvarlegum vandamálum með stuttu púttin vegna taugaskemmda í hægri hendi og voru margir fréttamenn á því máli að hann myndi hafa unnið í fleiri risamótum, ef þetta hefði ekki háð honum.

Vardon dó árið 1937 í Totteridge, Hertfordshire, á Englandi.  Eftir fráfall hans setti PGA of America á laggirnar Vardon Trophy. Hann er veittur árlega þeim leikmanni á PGA Tour með lægsta meðaltalsskorið.

Árið 1974 var Vardon valinn sem einn þeirra fyrstu sem teknir voru í Frægðarhöll kylfinga. Virtustu verðlaun sem hann hlaut, þ.á.m. þau sem hann fékk þegar hann vann Opna breska í 6 skipti eru til sýnis í Jersey Museum, til þess að varðveita minninguna um þennan mikla golfmeistara. Í golfannálum er hann álitinn einn af stærstu nöfnunum í golfeiminum. Árið 2000 var Vardon talin 13. besti kylfingur allra tíma af Golf Diget magazine. Vardon er oft nefndur „Herra Golf“ Eða „Íkoni golfsins.“

Vardon gripið

Vardon var einnig þekktur fyrir Vardon gripið, eða það sem á ensku nefnist overlapping grip en það er gripið sem er vinsælast meðal atvinnukylfinga. Í Vardon gripinu, setur maður litla fingur á hendinni sem er ofar á kylfunni milli miðfingurs og vísifingurs á hendinni sem er neðar á kylfunni.  Þumall í hendinni sem stýrir sveiflunni (hægri á rétthentum og vinstri á örvhentum) ætti að komast fyrir á líflínu hinnar handarinnar. Vardon tók gripið upp eftir Johnny Laidlay, skoskum áhugamannakylfingi, sem fann það upp.

Harry Vardon

Frammistaðan í Opna bandaríska

Vardon spilaði þrívegis í Opna bandaríska, 1900, 1913 og 1920. Árið 1900, fór mótið fram í  Chicago Golf Club og hann sigraði á 313 höggum (79-78-76-80). Vardon vann líka í 70 sýningarkeppnum það ár.

Árið 1913 varð hann í 2. sæti á Opna bandaríska á eftir Francis Ouimet  eftir umspil þar sem Vardon missti 10 feta pútt eftir hefðbundin leiktíma. Vardon var á 8 yfir pari, 304  höggum (75-72-78-79). Ted Ray var líka í umspilinu en féll fljótlega úr leik eftir að hafa verið á 78. Í umspilinu var Vardon á 77 meðan Ouimet spilaði á 72. Mótið fór fram í The Country Club í Brookline, Massachusetts, heimavelli Ouimet. Golfheimurinn var í sjokki þegar Vardon og Ray töpuðu fyrir hinum 20 ára áhugamanni, Quimet, en atburðurinn hratt af stað mikilli golfbylgju í Bandaríkjunum og menn fengu áhuga á íþróttinni.

Vardon spilaði í síðasta sinn á Opna bandaríska 1920, í Inverness Club. Hann varð T-2, einu höggi á eftir Ted Ray frá Jersey, missti pútt á lokaholunni til að knýja fram umspil. Vardon var á 8 yfir pari,  296 höggum (74-73-71-78).

Verk um líf Vardon

Ævisaga Vardon kom út 1991 og var höfundur hennar tengdadóttir Vardon, Audrey Howell, og veitti hún mikla innsýn í smáatriðinum í líf þessa dáða meistara.

Enski leikarinn Stephen Dillane lék Vardon í kvikmynd sem Bill Paxton leikstýrði og kom út 2005: The Greatest Game Ever Played. Samnefnd bók (sem kvikmyndin byggir ár) rituð af Mark Frost, lýsir lífi Vardon í smáatriðum.

Írsk-bandaríski leikarinn Aidan Quinn lék Vardon  í kvikmynd um Bobby Jones: Stroke of Genius, sem kom út 2004.

Harry Vardon skrifaði bók sem hann nefndi: „The Gist Of Golf“ sem er kennslubók um hvernig átti að spila golf á tímum Vardon.

Harry Vardon

 Skrá yfir helstu sigra Harry Vardon:

1893 Kilmacolm Tournament (Skotlandi- skammst. Sko)
1896 The Open Championship, Ganton Match Play (Englandi- skammst. Eng)
1897 Scottish Open, Cumbria Open (Eng), Carnoustie Open (Sko), Windermere Open (Eng), Cambridge Open (Eng)
1898 The Open Championship, St. Nicholas Tournament (Sko)
1899 The Open Championship
1900 U.S. Open
1903 The Open Championship
1906 World of Golf Gold Medal
1907 Cannes Tournament (Frakkland – skammst. Fra)
1909 PGA Medal (Eng)
1911 The Open Championship, Tooting Bec Cup (Eng), German Open, Montecarlo Open (Fra)
1912 World of Golf Gold Medal, News of the World Match Play
1914 The Open Championship, Prince of Wales Open
1915 PGA Medal (Eng), Lord Roberts Memorial (Sko)
1919 Daily Tournament (Eng)
1920 Bramshoot Cup (USA)
1921 Bretland g. USA

Heimild: Wikipedia