Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 20:30

Fred Couples fær inngöngu í Frægðarhöll kylfinga

Nú fyrr í kvöld var tilkynnt að fimmtánfaldur sigurvegari á PGA Tour, Fred Couples myndi hljóta inngöngu í frægðarhöll kylfinga og er hann sá fyrsti sem hlýtur inngöngu 2013.

Framkvæmdastjóri PGA, Tim Finchem tilkynnti að Couples hefði verið kosinn í kosningu PGA Tour fyrir Tour Championship, sem hefst á morgun.

Fred Couples hlýtur formlega inngöngu við vígsluathöfn í Frægðarhöllina 6. maí 2013 í World Golf Village í St. Augustine, Flórída. Vígsluathöfinin er undarfari PLAYERS Championship og viðeigandi að Couples verði valinn í frægðarhöllina þá, því hann vann einmitt PLAYERS Championship 1984 og 1996.

„Fred Couples er einn af þessum einstöku leikmönnum, hvers hæfileikar og afrek eru á Frægðarhallar-kalíber, sem og persónuleiki hans og vinsældir,“ sagði Finchem m.a. þegar hann tilkynnti gleðitíðindin en Fred Couples er í miklu uppáhaldi hjá mörgum.

Svo sagði a.m.k,. Finchem: „Hann (Couples) hefir  verið í uppáhaldi hjá áhangendum golfíþróttarinnar í áratugi, ekki aðeins vegna mikilvægra afreka á golfvellinum, heldur vegna þess að hann höfðar til margra, er vingjarnlegur og hefir því eignast aðdáendur um allan heim. „Til hamingju Fred með þennan ótrúlega heiður.“

Hér má loks sjá niðurstöður kosningar: 

Niðurstöður kosningar:
Fred Couples 51% atkvæða
Ken Venturi 38
Davis Love III 38
Mark O’Meara 36
Tony Lema 28
Macdonald Smith 24
Fuzzy Zoeller 22
Dave Stockton 21
Miller Barber 13
Don January 13
Harold (Jug) McSpaden 10
Jim Furyk 8
David Duval 1
Steve Stricker 1
Loren Roberts 0

Heimild: PGA Tour