Nikki Garrett
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 15:30

LET: Nikki Garrett með frábæran hring – 64 högg – á Tenerife Open de España Femenino

Í dag hófst Tenerife Open de España Femenino á Las Americas golfvellinum í Tenerife, sem margir Íslendingar kannast við. Mótið stendur dagana 20.-23. september, þ.e.a.s. er 4 daga mót.

Eftir 1. hring leiðir ástralska fegurðardísin Nikki Garrett en hún kom inn á glæsiskori 8 undir pari, 64 höggum.

Nikki Garrett fagnar fugli á 9. holu Las Americas golfvallarins í Tenerife í dag!

Garrett skilaði hreinu skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum.

Í 2. sæti, 3 höggum á eftir Nikki Garret er enska stúlkan Trish Johnson á 5 undir pari, 67 höggum.

Enn eiga nokkrar eftir að ljúka leik og gæti hin bandaríska Esther Choe orðið efstu konunum skeinuhætt en hún er komin á 5 undir par en á 6 holur eftir óspilaðar.  Sætaröðin gæti því enn átt eftir að brenglast ef Choe heldur áfram í fuglagírnum.

Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. hring Tenerife Open de España Femenino SMELLIÐ HÉR: