Saga Ryder bikars keppninnar (1927-1937) – 1. hluti af 9 – myndskeið
Nú eftir nákvæmlega viku hefst Ryder bikars keppnin í Medinah Country Club í Chicago, Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn frá því að keppnin hófst, sem hún fer fram í Chicago.
Lið Evrópu vann síðustu keppni 2010 á Celtic Manor Resort í Wales með 14 1/2 vinningi gegn 13 1/2 Bandaríkjamanna.
Á stundu, sem þessari er e.t.v. við hæfi að rifja stuttlega upp sögu Ryder bikar keppninnar.
Til þess að sjá myndskeið um sögu Ryder Cup (1. hluta) SMELLIÐ HÉR:
Formleg keppni hófst eftir sýningarleik árið 1926 milli bandarísks og bresks liðs á East Course, Wentworth Club, Virginia Water, Surrey, í Bretlandi. Fyrsta opinbera Ryder bikar keppnin hófst því 1927 í Worcester Country Club, í Worcester, Massachusetts og var fyrirliði Bandaríkjanna Walter Hagen en Ted Ray, fyrirliði Breta.
Það fer tvennum sögum af því hver hafi átt upprunalegu hugmyndina að Ryder bikar keppninni. James Harnett, blaðamaður á Golf Illustrated magazine, lagði fram hugmynd að slíkri keppni við PGA of America þann 15. desember 1920, en sú fékk lítinn hljómgrunn. Hugmyndin var síðan endurvakin af Sylvanus P. „SP“ Jermain, forseta Inverness Club, árið eftir. Sagan segir að fyrstu óópinberu Ryder bikars mótin hafi farið fram 1921 á Gleneagles golfvellinum í Perthshire. Bandaríska liðið var valið af James Harnett. Bretar sigruðu Bandaríkjamenn 9-3 og í 2. leiknum 1926 unnu Bretar einnig 13½–1½. Ryder sjálfur sem bikarinn er nefndur eftir var viðstaddur keppnina 1926 á East Course í Wentworth Club, Virginia Water, Surrey. Hann var ríkur kaupmaður og eftir að hafa horft á keppnina fannst honum það góð hugmynd að gera hana að opinberum viðburði og því var Ryder bikar keppninni komið á laggirnar sem fram skyldi fara 2. hvert ár og eins gaf Ryder sem fyrr segir bikarinn. Hann réði sér Abe Mitchell sem einkagolfkennara fyrir 1000 pund ári, sem var dálagleg upphæð á þeirra tíma mælikvarða.
Á árunum 1927-1937 voru úrslit í Ryder bikarnum eftirfarandi:
1927 Bandaríkjamenn unnu 9 1/2 – 2 1/2
1929 Bretar unnu 7-5 (Fyrirliði Breta var George Duncan – en fyrirliði Bandaríkjamanna var Walter Hagen) Spilað var Mooretown Golf Club í Leeds á Englandi.
1931 Bandaríkjamenn unnu 9-3 (Fyrirliði Breta var Charles Whitcombe – en fyrirliði Bandaríkjamanna var Walter Hagen)
Spilað var í Scioto Golf Club í Columbus, Ohio.
1933 Bretar unnu 6 1/2 – 5 1/2 (Fyrirliði Breta var John Henry Taylor – en fyrirliði Bandaríkjamanna var Walter Hagen). Spilað var í Southport and Ainesdale Golf Club á Englandi.
1935 Bandaríkjamenn unnu 9-3 (Fyrirliði Breta var Charles Whitcombe – en fyrirliði Bandaríkjamanna var Walter Hagen). Spilað var í Ridgewood Country Club í Paramus, New Jersey.
1937 Bandaríkjamenn vinna í fyrsta skipti í Englandi í keppninni 8-4. (Fyrirliði Breta var Charles Whitcombe – en fyrirliði Bandaríkjamanna var Walter Hagen). Spilað var í Southport and Ainesdale Golf Club á Englandi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024