Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 22:00

PGA: Jim Furyk leiðir eftir 2. dag Tour Championship

Nú rétt í þessu var að ljúka 2. hring á síðasta móti FedExCup umspilsins, Tour Championship í East Lake, Atlanta, Georgia.

Sá sem er í forystu eftir 2. dag er maðurinn með skrítnu sveifluna,  Jim Furyk. Hann spilaði í dag á 64 glæsihöggum og er því samtals á 7 undir pari, 133 höggum (69 64).

Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins Justin Rose, 1 höggi á eftir Furyk á samtals 6 undir pari, 132 höggum (66 68).

Masters meistari ársins 2012 með bleika dræverinn, Bubba Watson deilir  3. sæti  með Bo Van Pelt, en báðir eru á samtals 5 undir pari Bubba (69 66) og Bo (67 68).

Tiger hrundi niður skortöfluna í dag, skilaði sér í hús á 73 höggum og er nú jafn 3 öðrum í 12. sæti á samtals 1 undir pari, 139 höggum (66 73).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Tour Championship SMELLIÐ HÉR: