Afrekskylfingarnir 7 sem kepptu á Landia Open í Danmörku. Óðinn Þór er 3. frá vinstri. Mynd: GKG
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 20:15

GKG: Afrekskylfingarnir 7 á Lalandia Open í Danmörku stóðu sig vel – Gunnhildur í 1. sæti!!! Aron Snær – Kristófer Orri og Óðinn Þór deildu 5. sæti!!!

Sjö afrekskylfingar úr GKG að spiluðu  í dag á Lalandia Open mótinu, sem fór fram á Gyttegård vellinum nálægt Billund í Danmörku.

Gunnhildur Kristjánsdóttir varð í 1. sæti, sem er stórglæsilegt hjá henni – TIL HAMINGJU!!!

Gunnhildur spilaði á samtals 19 yfir pari, 159 höggum (80 79). Særós Eva Óskarsdóttir varð í 4. sæti á samtals 29 yfir pari , 169 höggum (84 85).

Í piltaflokki voru þátttakendur 65. Svo virðist sem einungis hafi verið spilaðar 27 holur hjá piltunum.

Þeir Aron Snær Júlíusson, Kristófer Orri Þórðarson og Óðinn Þór Ríkharðsson deildu 5. sætinu í piltaflokki á 5 yfir pari, 110 höggum; Aron Snær (73 37); Kristófer Orri (74 36) og Óðinn Þór (73 37).

Egill Ragnar Gunnarsson spilaði á samtals 123 höggum (79 44) og Daníel Hilmarsson var á samtals 25 yfir pari 130 höggum (85 45).

Glæsileg frammistaða hjá krökkunum í GKG!!!

Til þess að sjá úrslitin hjá stúlkunum SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin hjá piltunum SMELLIÐ HÉR: