Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 15:15

LET: Stacey Keaton sigraði Caroline Masson eftir bráðabana á Tenerife Open de España Femenino

Það voru þær Caroline Masson, forystukona gærdagsins og ástralska stúlkan Stacey Keating sem urðu í 1. sæti eftir hefðbundnar 72 holur á Tenerife Open de España Femenino, sem fram fór á Las Americas golfvellinum á Tenerife nú um helgina.

Báðar voru þær á samtals 9 undir pari, 279 höggum; Caro (69 69 70 71) og Stacey (70 69 70 70) og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. 18. holan var spiluð og strax í fyrstu tilraun vann Keating með fugli meðan Masson fékk par.

Í 3. sæti varð Trish Johnson frá Englandi 2 höggum á eftir forystukonunum, á 8 undir pari, 280 höggum (67 74 72 67).

Í 4. sæti á 7 undir pari, 281 höggi 2 höggum á eftir forystukonunum tveimur varð sú sem leiddi í mótinu fyrstu tvo dagana Nikki Garrett frá Ástralíu.

Til þess að sjá úrslitin á Tenerife Open de España Femenino SMELLIÐ HÉR: