Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 17:30

Gamlar Ryder Cup sögur – Seve og Ollie

John Huggan blaðamaður Golf Digest skrifaði nýlega grein um það þegar spænsku golfsnillingarnir Seve Ballesteros og José Maria Olazábal spiluðu saman í fyrsta sinn í fjórmenningi. Greinina nefnir hann því skemmtilega nafni „When Ollie met Seve“ – sem hmmmm….. hljómar einhvern veginn kunnuglega:

Hér fer hluti greinarinnar í lauslegri þýðingu:

„Fyrir byrjun  Ryder Cup í Muirfield Village, 1987 sagði fyrirliði liðs Evrópu Tony Jacklin mönnum sínum að slappa af í 3 x 9 holu holukeppnum. „Spilum upp á svolítinn pening,” var dagsskipunin frá fyrrum meistara Opna bandaríska og Opna breska (Jacklin).

Fyrsta liðið var skipað Þjóðverjanum Bernhard Langer og Skotanum Ken Brown, sem átti að „mæta” liði „Seve og Ollie” þ.e. Spánverjunum Severiano Ballesteros og José Maria Olazábal. Þetta er fyrsta skiptið sem þeir síðarnefndu spiluðu saman í fjórmenningi. En það yrði ekki í síðasta sinn.

„Við lögðum undir $10” sagði Brown sem var þarna óvitandi að spila við 3 af framtíðar fyrirliðum Ryder Cup liða Evrópu. „Hvenær sem peningar voru undir varð Seve svo alvarlegur.”

Eftir 7 holur voru Bernhard og ég 2 yfir. En þeir unnu samt þegar Seve setti niður fyrir fugli úr flatarglompu. „Þarna var andrúmsloftið orðið ansi alvarlegt,” segir Brown. „Bernhard var og er svo mikill keppnismaður og það var ég líka.”

En hinir tveir voru bara ótrúlegir. Þeir vildi bara ekki láta sigra sig. „Það flaug í gegnum huga minn að það væri í raun betra ef við ynnum þá ekki. Það var eins og ósigur myndi skaða sjálfstraust þeirra. En ég þurfti ekki að hafa áhyggjur: Ollie setti niður 20 feta (4,5 metra) pútt fyrir fugli og allt var í stáli.”

Í alvöru keppninni komu Ballesteros og Olazabal á 18. flöt og þurftu aðeins tvípútt af 15 feta færi til þess að sigra Larry Nelson og Payne Stewart. Fyrra púttið fór 5 fetum fram fyrir holuna, of föst púttstroka af hálfu Ballesteros. Síðan með undir gífurlegri pressu setti hinn 21 ára Olazábal niður sigurpúttið beint í miðju holunnar!!!!

„Þessi tvö pútt sem Ollie setti niður voru mikilvæg varðandi allt sem hann og Seve gerðu þar á eftir,” segir Brown. Hugsanleg langvarandi eyðilegging á félagsskap þeirra hefði verið mikið áfall fyrir lið Evrópu. En eins og allt fór þá sýndi Ollie að Seve gat treyst félaga sínum sem varð mikil hvatning fyrir unga kylfinginn Olazábal). Eftir þennan leik efaðist hvorugur um getu hins.”

Og eftir því sem tímar liðu efaðist ekki nokkur maður um þá. Þegar Seve og Ollie spiluðu í 15. og síðasta Ryder bikarsleik sínum saman og sigruðu  Davis Love III og Tome Kite 2-1 á The Belfry 1993 átti „spænska liðið” í Ryder Cup þ.e. Seve og Ollie metframmistöðu 11-2-2. (11 sigra 2 jafntefli og 2 töp).“