Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2012 | 08:30

Skosku tónlistarmennirnir Fowlis og Benedetti flytja gelíska tónlist við lokaathöfn Ryder Cup

Skosku tónlistarmennirnir Julie Fowlis og Nicola Benedetti, munu taka þátt í lokaathöfn Ryder Cup á sunnudaginn og flytja hefðbundna gelíska tónlist.

Undir laginu sem milljónir heyra væntanlega í útsendingum sjónvarpsstöðva sinna verður sýnd kynningarstuttmynd um Skotland um viðskipti þar, ferðmennsku og golf.

Atriði Benedetti og Fowlis markar yfirfærslu leikanna yfir til Skotland sem verður næsti gestgjafi Ryder bikarsins í Gleneagles árið 2014.

Nicola Benedetti

Um það hafði Benedetti m.a.eftirfarandi að segja: „Það er heiður að fá að taka þátt í hátíðarhöldunum og flytja tónlist og þ.a.l. hluta af list lands síns.“