Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2012 | 10:58

Ryder Cup 2012: Tiger nær nýjum lægðum í ferli sínum

Eftir að 2 dagar eru liðnir af Ryder bikars keppninni í Medinah nálægt Chicago í Bandaríkjunum og 4 leikir, sem leikmenn kynnu mögulega að hafa leikið – hefir Tiger aðeins spilað í 3 og tapað þeim öllum.  Hann hefir ekki lagt til eitt einasta stig til yfirburðastöðu bandaríska liðsins.

Tiger hefir s.s. aldrei náð að sýna sitt rétta andlit í Ryder bikars keppninni en þetta eru alveg nýjar lægðir í ferlinum hjá honum. Hann var m.a. látinn sitja hjá í leikjum laugardagsmorgunsins, en það hefir aldrei áður gerst.

Þegar Ryder Cup gleðin braust út allt í kringum Tiger meðal félaga hans í bandaríska liðinu í gær eftir að hann og Steve Stricker höfðu tapað fyrir Garcia og Donald með minnsta mun, var svipur á honum líkt og hann væri týndur eða væri ekki á gestalistanum, þar sem hann stóð einn í myrkrinu með augun lokuð og handleggina krossaða fyrir framan sig að meðtaka enn annan ósigurinn.

„Ég spilaði vel s.l. tvo daga en fékk ekkert stig,“ sagði Tiger við fréttamenn.  Árangur hans í Ryder Cup er nú 13-17-3  „Þetta er erfitt.“

„í gær (þ.e. á föstudaginn) setti ég niður fullt af fuglum og í dag 5 á seinni 9 og það var bara ekki nóg. Mér líður vel með spilið mitt, en það er bara óheppni að ég hef ekki fengið stig.“

Tiger sagði að sér hefði fundist rétt af  Love III að láta hann sitja hjá í leik laugardagsmorguninn, en hléð virðist ekki hafa gert nýtt til að hleypa nýju blóði í Tiger – Sergio Garcia og Luke Donald voru einfaldlega ofjarlar þeirra Stricker.

„Ég barðist, en því miður var það ekki nóg,“ sagði Tiger. „Strick náði að setja niður stóran fugl á 12. flöt. Þetta leit vel út á 18. en við náðum bara ekki að klára.“

„Að vera 4 yfir er þægilegt,“ sagði Tiger. „Við hlökkum til að spila (í dag) og vonandi …. við erum í frábærri stöðu núna til þess að sigra bikarinn.“

Tiger fær lokatækifæri til að sigra í tvímenningi dagsins í dag þar sem hann mætir Francesco Molinari.  Spá Golf 1 er að Tiger muni takast að sigra!!!