Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 18:00

Ryder Cup 2012: „Hr. Ryder Cup – Ian Poulter“

Fjölmiðlar í enskumælandi löndum eiga ekki til nægilega stór orð til að lýsa afreki Ian Poulter á Ryder Cup 2012. „Mr. Ryder Cup“ og „The Catalyst of the Miracle of Medinah“ eru aðeins dæmi þegar kemur að umfjöllun um Poulter.  Fjölmiðlar eru þegar búnir að setja hann á stall með  Seve Ballesteros, José María Olazábal, Bernhard Langer, Nick Faldo og Ian Woosnam, sem þrátt fyrir að Ryder bikarinn sé liðakeppni, sköruðu fram úr sem einstaklingar.

Ef það á ekki fyrir Ian Poulter að liggja að sigra á risamóti þá getur hann huggað sig við það að hann er þegar búinn að skrifa sig í sögubækurnar sem einn af bestu kylfingum í sögu Ryder bikarsins.

Poulter fékk ekki sjálfkrafa keppnisrétt í Medinah. Hann var val fyrirliða liðs Evrópu, José María Olazábal  (oftast nefndur Ollie) og eitt er víst að Olazábal þarf ekki að iðrast vals síns – Poulter reyndist fullkomlega traustsins verður. Reyndar voru báðir kylfingarnir sem Ollie valdir traustsins verðir; en Nicolas Colsaerts stóð sig vel framan af keppni.

„Villtu kortin“ (slæm þýðing á Wildcards á ensku) – Nicolas Colsaerts og Ian Poulter – val José Maria Olazábal

Poulter vann alla 4 leiki sína í Chicago og bætti þar með Ryder bikars árangur sinn í frábæra 12 sigra og aðeins 3 töp, þ.á.m. sigurinn með Rory McIlroy sem breytti allri dýnamík seinni part laugardagsins í fjórboltanum.

Poulter er nákvæmlega sama þó stærstu sigrar hans séu í liðakeppnum.

„Þetta eru e.t.v. risamótin mín og það er í lagi,“ sagði Poulter eftir að Evrópu var komin í 10-6 á laugardeginum og 12 tvímenningsleikir eftir. „Ég er stoltari og ástríðufyllri að sigra Ryder bikarinn en risamót.“

„Ekki misskilja mig, ég myndi gjarnan vilja vinna eitt risamót eða jafnvel þau öll. Ég hef komist nálægt því (hann var í 2. sæti á eftir Pádraig Harrington á Opna breska 2008) en þó ég sigri ekki á öðru móti þá mun sunnudagurinn ávallt verða hápunktur ferils míns.“

Poulter komst sjálfkrafa í Ryder bikars lið Evrópu 2004 en spilaði aðeins tvisvar í Oakland Hills með Bernhard Langer í fjórboltanum, leik sem þeir töpuðu en hann sigraði Chris Riley í tvímenningnum.

Ian Poulter

Hann var val Nick Faldo 2008 og strax þá sýndi hann fyrirliða sínum að hann hafði valið rétt – Hann hlaut 4 stig af 5 í Valhalla þó Bandaríkjamenn hafi sigrað Ryder-inn.

Hann komst sjálfkrafa í liðið 2010 og tapaði fyrsta leiknum en sigraði í næstu 3 þegar menn Monty sigruðu á Celtic Manor Resort, en eins og segir þarfnaðist hann enn náðar fyrirliða til þess að geta spilað 2012.

„Við erum búin að breyta vali í næsta Ryder bikars liðið,“ grínaðist Westwood. „Það verða 9 sæti sem hægt er að keppast um til að komast sjálfkrafa í liðið, fyrirliðinn velur 2 og síðan á Poults (Ian Poulter) fastasæti.  Þetta nefnist Poults undanþágan.“

Olazábal stakk líka upp á að The Ryder Cup ætti að reisa styttu til heiðurs Poulter,  en hann sagði við Poulter að frammistaða hans væri nokkuð „sem hann ætti eftir að muna að eilífu eftir.“

Ian Poulter

Poulter tjáði sig næst um aðspurður hvað það væri sem gerði hann að svona mikilli ógn í augum andstæðinga hans.

„Ég er svo tapsár, það er þess vegna sem er svo erfitt að vinna mig og ástæða þess að strákunum líkar ekkert við mig og vilja sigra mig,“ sagði Poulter, sem hefir líka verið í 3 sigurliðum Seve Trophy og sigraði í heimsmeistaramótinu í holukeppni 2010 styrktu af Accenture og heimsmeistaramótið í holukeppni styrktu af Volvo 2011.

„Að vera hluti af liði er mjög sérstakt. Við höfum skrifað söguna. Þú keppir sem einstaklingur í flestum mótum – það er aðeins í  Seve Trophy og Ryder Cup, sem maður fær að verja tíma með öðrum leikmönnum og vera lið og það er mjög gaman að vera hluti þess.“

Aðspurður um ástríðu sína sem hann færir inn í leikinn, þegar augun virðast fara út úr augntóftunum og hann steytir hnefanum framan í óvinveitta áhorfendur sagði Poulter: „Ég nærist af áhorfendum. Ef þeir vilja vera háværir og skapa stemmningu, förum og spilum golf. Svo framarlega sem það er innan þeirra marka er allt í lagi. Ég vil vera þess gæi sem leggur sinn skerf til liðsins. Ég vil gefa 100% af mér eða fuðra upp.“

„Þetta er efni í ævintýri. Getur einhver trúað því að þetta hafi virkilega gerst á golfvelli? Við vorum dauðir og grafnir. Það var valtað yfir okkur og það leit út fyrir að þetta yrði auðmýkjandi – en við snerum þessu við og þetta hlýtur að vera besta Ryder bikars keppnin í sögunni.“

Heimild: europeantour.com