Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 15:00

Ryder Cup 2012: Davis Love III ver leikplan sitt og ákvarðanir í Ryder keppninni

Davis Love III segir að hann hafi enga eftirsjá varðandi leikplan sitt þrátt fyrir að lið hans hafi brotnað saman í gær gegn sterku liði Evrópu

Lið Bandaríkjanna tapaði með 14½ vinningi g. 13½ vinningi eftir að hafa verið í forystu  10-6 á laugardeginum.

„Við vorum að spila svo vel, allir í liði okkar voru að spila svo vel, ég myndi ekki hafa gert neitt öðruvísi,“ sagði Love.

„Allt fór eftir áætlun. Við vorum 4 yfir. Leikplanið virkaði fyrstu tvo dagana, það bara gerði það ekki í dag (þ.e. í gær).“

Bandaríski fyrirliðinn bar tilfinningar tapliðs Ryder Cup liðs hans við þær sem lið Evrópu fann fyrir eftir hrun þeirra 1999.

Fyrir 13 árum í Brookline, var Ryder Cup lið Evrópu í forystu 10-6 fyrir tvímenninga sunnudagsins og tapaði síðan í keppninni á nákvæmlega sama skori.

Love, sem var í því liði Bandaríkjanna, bætti við: „Við vitum hvernig tilfinningin er frá Ryder Cup 99 – þetta er svolítið sjokk.“

En hann vísaði á bug gangrýnisröddum vegna skipulags hans í tvímenningsleikjum gærdagsins.

„Við héldum bara að það skipti ekki máli í hvaða röð þeir færu út þarna,“ sagði Love.

„Við settum sjóðheita leikmenn upp í upphafi og stöðugri leikmenn í lokinn. Við héldum allir að það myndi verða Jason Dufner sem allt myndi velta á.  (Dufner var hins vegar einn af fáum bandarískum kylfingum í liðinu sem vann sinn leik).

„Við töldum að fyrstu 5 leikirnir, með Mickelson í miðið, myndu færa okkur a.m.k. 2-3 sigra jafnvel ef við myndum ekki spila vel, vegna þess hversu vel Keegan [Bradley] og Brandt [Snedeker] voru að spila. Þessir strákar eru allir sigurvegarar risamóta. Þeir voru sigraðir af strákum sem spiluðu vel.“

Tveir sigrar liðs Evrópu í fjórboltaleikjum laugardagsins minnkuðu  bilið milli liðanna í 10-6, en enn var talið að bandaríska liðið væri sigurstranglegra þó það hafi ekki unnið í Ryder bikars keppninni nema 1 sinni frá árinu 1999.

Love, líkt og fyrirliði evrópska liðsins, José Maria Olazábal, sett leikmenn sína sem voru í topp-formi í fyrstu leikina þ.á.m. fjórfaldan sigruvegara risamóta Phil Mickelson. Hin 42 ára Mickelson var 1 yfir í leiknum gegn Justin Rose þegar þeir fóru á 17. flöt en tapaði leiknum á 18. flöt.

„Þegar það leit út að ég myndi geta stoppað sigurför Evrópu á skortöflunni þá hlutu þeir annað stig,“ sagði. „Þessi leikur, jafnvel þó hann hafi verið spilaður tiltölulega snemma var mikilvægur.“

Annar gamall reynslubolti, Jim Furyk, varð að láta í minni pokann fyrir Spánverjanum, Sergio Garcia.

Líkt og Mickelson átti hann 1 holu á andstæðing sinn, Garcia, á 17. hou en alveg eins og Mickelson var hann í sigurliði Bandaríkjanna 1999.

Aðspurður hvernig honum fyndist ósigurinn í samanburði við Brookline, sagði Furyk: „Nú það (Brookline) var skemmtilegt. Þetta var ömurlegt. Ég meina þetta voru svipaðar aðstæður með 4 stigin. Þið vitið, það var helvíti gaman að vera á hinum endanum. Þetta var ekki sérlega skemmtilegt í dag (í gær).“

Steve Stricker, sem var að keppa í 3. Ryder bikarskeppni sinni og tapaði úrslitaleiknum 1&0 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer.

„Þegar ég fór framhjá skortöflunni á 10. teig sá ég mikið af bláum lit á henni (þ.e. sigrar Evrópu) og ég fór að reikna þetta út,“ sagði hinn 45 ára Stricker. „Ég gerði mér grein fyrir að það myndi velta á Tiger [Woods] eða mér í síðustu tveimur leikjunum. Ég vissi að þetta var mikilvægt. Okkur bara…. tókst það ekki. Ég átti nokkur tækifæri. Ég lét nokkur pútt ganga mér úr greipum, og nokkur högg hingað og þangað. Já þetta er ansi svekkjandi, en þetta er samt frábær reynsla.“

Tiger spilaði við Francesco Molinari í lokaleiknum. Á þeim tíma sem þeir nálguðust lokaflötina hafði Evrópa þegar tryggt sér sigur.  Fjórtánfaldur risamótasigurvegarinn Tiger gaf 18. holuna og batt þar með enda á vonir liðs Bandaríkjanna að ljúka leiknum a.m.k. 14-14. Hann er talinn hafa sýnt af sér mikla íþróttamennsku þarna.

„Þetta var þegar búið,“ sagði hinn 36 ára Tiger. „Við komum hingað sem lið – þetta er liðakeppni. Og bikarinn hafði þegar verið endurheimtur af Evrópu þannig að þetta var búið. Við komum hingað sem lið og við sigrum eða töpum sem lið og það var tilgangslaust að ljúka þessu. Þannig að á 18. var tilfinningin bara, æ ljúkum þessu bara.“

Heimild: BBC Sports