Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 10:00

Ryder Cup 2012: Rannsókn á ókvæðisorðum hreytt í lið Evrópu og kærestur þeirra í Medinah stendur yfir

Yfirmenn Ryder Cup eru að rannsaka meint ókvæðisorð sem beint var að evrópsku leikmönnunum í Ryder bikarnum og kærestum þeirra þ.á.m. kærestu Graeme McDowell, Kristin Stape.

Kristin er bandarísk og var ein þeirra sem urðu fyrir verulegu aðkasti bandarískra aðdáenda í lokaleiknum á föstudeginum, þar sem léku Nicolas Colsaerts og Lee Westwood annars vegar og Tiger Woods og Steve Stricker, hins vegar.

Eðli ókvæðisorðanna sem ausið var yfir betri helming G-Mac er óþekkt en parið var það sem hló síðast þegar Evrópa fyrir kraftaverk vann mótið og stakk þar með upp í háværa aðdáendur bandaríska liðsins.

G-Mac hefir verið verið að deita innanhúshönnuðinn, Kristin Stapes í yfir ár, jafnvel og hann hefir eftir bestu getu reynt að halda sambandi þeirra utan gulu pressunnar.

Að undanförnu hefir þó skiptunum fjölgað sem Kristin hefir fylgst með leikjum hins 33 ára G-mac frá Portrush.

Til þeirra sást m.a. í brúðkaupi Darren Clarke á Bahamas í apríl s.l.

Kristin var líka í the European Tour Golfer of the Year Awards dinnernum  mánuðnum þar á eftir.

Meint ókvæðisorð sem beindust að Kristin Stape eru aðeins ein af mörgum sögum sem komið hafa upp á yfirborðið um meint tilvik ruddaskapar sem beindust að liðinu frá Evrópu sem kom í heimsókn og kæresta þeirra meðan á keppninni stóð.

Eitt af því sem er mest sjokkerandi eru athugasemdir sem hafðar voru uppi  til að hnýta í Seve Ballesteros, en þær náðust í sjónvarpsupptökum. Seve dó sem kunnugt er 7. maí s.l. Hann var náinn vinur margra í liði Evrópu og mynd hans var á pokum liðsins og nafn hans á peysum liðsins á sunnudeginum.

Einn áhangandi á líka að hafa verið með mjög óviðeigandi athugasemdir um föður Justin Rose, sem dó úr krabbameini.

Tveimur áhangendum var vísað af mótssvæðinu fyrir að hafa verið með hafa verið með ókvæðisorð í garð Nicolas Colsaerts. Þessi og fleiri óskemmtilegt tilvik sem upp komu í Medinah sæta nú rannsókn.

Heimild: Belfast Times