Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 15:25

Axel, Haraldur Franklín og Rúnar hefja keppni á HM áhugamanna í Tyrklandi á morgun

Íslenska karlalandsliðið í golfi sem skipað er þeim  Axel Bóassyni GK, Haraldi Franklín Magnús GR og Rúnari Arnórssyni GK munu hefja leik á morgun á HM áhugamanna, mótið fer fram í Antalya í Tyrklandi.  Á heimsmeistaramótinu (ensk. World Amateur Team Championships)  er leikið um  hinn eftirsóttu bikara, Einsenhower Trophy. Núverandi  heimsmeistarar eru lið Frakklands, en mótið fór síðast fram í Argentínu 2010.

Heimsmeistaramót áhugamanna hefst á morgun í Antalya í Tyrklandi

Heimsmeistaramót áhugamanna, er liðakeppni þar sem hver þjóð sendir þrjá kylfinga til leik. Leiknar eru 72 holur eða fjórir 18 holu hringir og telja tvö bestu skorin eftir hvern hring, alls eru 72 þjóðir til leiks í karlaflokki. Um Eisenhower Trohpy sem er heitið á karlabikarnum er leikið á Cornelia Golf Club og Antalya Golf Club (Sultan Course) Sjá með því að SMELLA HÉR:  Eisenhower Trophy  er leikið um dagana 4.-7. október.

Liðstjóri liðsins er Ragnar Ólafsson en hann er staddur með liðinu í Tyrklandi ásamt Úlfari Jónssyni landsliðsþjálfara.

Hægt er að fylgjast með mótinu með því að SMELLA HÉR:   eða  SMELLA HÉR: 

Tenglar inn á  Cornelia Golf Club er HÉR: og Antalya Golf Club (Sultan Course) HÉR: