Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 12:10

Hver er kylfingurinn: Jason Dufner? (Fyrri grein af 2)

Jason Dufner sigraði í fyrsta risamóti sínu PGA Championship  í gær 11. ágúst 2013. Hér er vert að rifja upp kynningu á Dufner, sem Golf 1 birti eftir Ryder bikars keppnina í Medinah s.l. haust og verða báðar greinarnar um Dufner endurbirtar til heiðurs sigri hans í gær:

Einn nýliðinn í liði Bandaríkjamanna í Ryder Cup 2012 var Jason Dufner. Hann stóð sig ágætlega var m.a. einn af aðeins 3 Bandaríkjamönnum sem unnu í tvímenningsleik á sunnudeginum – hinir voru Johnsonarnir, Dustin og Zach.

En hver er þessi kylfingur, sem er ekkert of mikið í fjölmiðlum og lítið fer fyrir – en hefir verið að spila hreint draumagolf í ár? Ein skýring á því að hann er að spila svo vel þessa dagana er e.t.v. að hann gifti sig 5. maí á þessu ári (2012) og hin lukkulega var Amanda, kæresta hans til margra ára.

Amanda og Jason Dufner á brúðkaupsdaginn

Jason Christopher Dufner fæddist í Cleveland, Ohio 24. mars 1977 og  er því 35 ára. (nú 36 ára). Dufner er bandarískur atvinnukylfingur sem spilar  á PGA Tour. Hann hefir þrívegis sigrað  á PGA Tour og varð m.a. eftirminnilega í 2. sæti á eftir Keegan Bradley í PGA Championship risamótinu 2011.

Dufner fluttist til Washington, D.C., þ.e. höfuðborgar Bandaríkjanna þegar hann var 11 ára og síðan til Ft. Lauderdale í Flórída þegar hann var 14 ára. Það var þar sem hann byrjaði að spila golf og það spilaði hann fyrir St. Thomas Aquinas High School á 2., 3. og 4. ári sínu þar, þ.e. á ölllum árum nema busaári sínu.

Dufner fór síðan í Auburn University, þar sem hann vann þrisvar sinnum á háskólaferli sínum og var  Honorable Mention All-American árið 1997. Dufner útskrifaðist frá Auburn árið 2000, sem hagfræðingur.

Árið 1998 spilaði Dufner til úrslita á U.S. Amateur Public Links í Torrey Pines, en tapaði þar fyrir Trevor Immelman, 3 & 2.

Snemma á ferli sínum átti Dufner í erfiðleikum að halda korti sínu á PGA Tour. Hann komst á PGA mótaröðina 2004, en spilaði á Nationwide Tour (nú Web.com). árin 2001, 2002, 2003, 2005 and 2006. Dufner sigraði í tveimur mótum á the Nationwide Tour, þ.e. BUY.COM Wichita Open árið 2001 og the LaSalle Bank Open árið 2006. Hann lauk keppni í 8. sæti á peningalista Nationwide árið 2006 og hlaut að nýju kortið sitt á  PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2007. Hann varð í 127. sæti á stigalistaFedEx Cup árið 2007 og komst ekki í gegnum Q-school PGA Tour, þar sem hann varð T-149.  Hann hélt takmörkuðum spilarétti á  PGA Tour 2008 og lauk keppni T-11 í  Q-school PGA og hlaut aftur kortið sitt 2009. Honum hefir tekist að halda korti sínu á PGA allt frá árinu 2009.

Árið 2009 varð Dufner 6 sinnum meðal 10 efstu, þ.á.m. varð hann í 3. sæti á RBC Canadian Open, og hann var í 2. sæti á Deutsche Bank Championship, sem er hluti af FedEx Cup umspilinu.. Þetta varð til þess að Dufner varð í 11. sæti á  FedEx Cup stigalistanum og í 33. sæti á peningalista þess árs.

Árið 2010 var Dufner ekkert sérlega gott. Hann varð aðeins tvívegis meðal 10 efstu. Hvað sem öðru leið þá var besti árangur ársins í risamóti þ.e. í PGA Championship 2010 í Whistling Straits. Hann varð T-5 aðeins 2 höggum frá því að komast í umspilið fræga milli Martin Kaymer og Bubba Watson. Þetta var besti árangur Dufner til þess tíma á risamóti. Hann komst ekki í gegnum 3. mót FedEx Cup umspilsins og fékk þ.a.l. ekki að spila í The Tour Championship.

Heimild: Wikipedia