Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 15:15

Ólafur Björn í 69. sæti – Ólafur Már dró sig úr keppni á 3. degi úrtökumótsins í Frilford

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði í dag á 76 höggum á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Frilford í Englandi. Hann er samtals búinn að spila á  10 yfir pari, 226 höggum (77 73 76).  Hann er í 69. sæti þegar þetta er ritað kl. 15:15, en nokkrir eiga eftir að ljúka keppni og því gætu sætistölur hnikast aðeins til.  Aðeins 29 efstu komast upp á næsta stig úrtökumótsins.

Ólafur Már Sigurðsson, GR, dró sig úr mótinu í dag, en honum hafði ekki gengið vel; var á samtals 162 höggum (83 79) eftir 2 hringi.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag úrtökumótsins í Frilford SMELLIÐ HÉR: