Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 16:45

LET: Diana Luna í 1. sæti í Frakklandi

Það er ítalska stúlkan Diana Luna, sem tekið hefir forystuna á Lacoste Ladies Open de France, sem hófst  á golfvelli Chantaco Golf Club í Saint-Jean-de-Luz, í Aquitaine, í Frakklandi í gær.

Luna er búin að spila á samtals 9 undir pari, 131 högg (67 64). Í 2. sæti er forystukona gærdagsins Stacey Keating frá Ástralíu á samtals 7 undir pari, 133 höggum (62 71).

Lorena Ochoa sem er að keppa í fyrsta sinn eftir barneignir á „alvörumóti“ er búin að spila á samtals 1 yfir pari, 141 höggi (69 72). Hún deilir 25. sætinu með 6 öðrum.

Það var tilkynnt í dag að fyrirliði Evrópu í Ryder bikarskeppninni José María Olazábal muni afhenda verðlaunagripinn á sunnudaginn.

Til þess að sjá stöðuna á Lacoste Ladies Open de France SMELLIÐ HÉR: