Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 16:53

LET: Diana Luna leiðir fyrir lokahringinn á Lacoste mótinu í Frakklandi

Það er ítalska stúlkan Diana Luna, sem leiðir á Lacoste Ladies Open de France fyrir lokahringinn, sem verður spilaður á morgun.

Diana er búin að spila á samtals 11 undir pari, 199 höggum (67 64 68). Hún á 3 högg á heimakonuna Anne Lise Caudal,  spænska kylfinginn Carlotu Ciganda og  Stacey Keating frá Ástralíu, sem deila 2. sætinu á 8 undir pari, 202 höggum.

Azahara Muñoz deilir 5. sæti með 2 öðrum á samtals 7 undir pari, 203 höggum.

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Lorena Ochoa, sem spilar í mótinu, kom í hús á 68 höggum í dag og deilir nú 19. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Lacoste mótinu SMELLIÐ HÉR: