Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2012 | 07:00

Ryder Cup 2012: Jason og Amanda Dufner best klædd af Ryder Cup liði Bandaríkjanna í Gala dinnernum

Það er vart hægt að trúa því að nú skuli vera vika liðin frá Ryder bikarnum og ævintýralegri framgöngu og sigri liðs Evrópu í dag fyrir viku. Fyrr en varir verða jólin komin og nýtt ár og það eina góða við það hversu fljótt tíminn líður er að vorið nálgast óðfluga og þar með nýtt golftímabil 2013.

Það voru margir þættir hins gríðarumfangsmikla Ryder bikars móts sem hlutu takmarkaða umfjöllun, m.a. Gala Dinerinn sem alltaf er boðið til áður en mótið hefst.

Þar koma stórstjörnur beggja liða fram með eiginkonur og kærestur upp á arminn og er mikið spáð í klæðaburð kylfinga og þeirra, sem þeim fylgja.

Í óopinberri könnun, sem WUP stóð fyrir, voru Jason og Amanda Dufner talin best klædd af Ryder bikars liði Evrópu, en þau tvö giftu sig fyrr á árinu, nánar tiltekið 5. maí 2012.