Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2012 | 10:00

The Clicking of Cuthbert 4. saga: Sundruð hjörtu

„I play in the winter. You get the course to yourself, for the world is full of slackers who only turn out when the weather suits them. I cannot understand how they get the nerve to call themselves golfers.“ (Lausleg þýðing: „Ég spila á veturna. Maður hefir völlinn fyrir sjálfan sig því heimurinn er fullur af slæpingjum sem koma bara þegar veðrið hentar þeim. Ég get ekki skilið hvernig þeir dirfast að kalla sig kylfinga.“

Þannig hefst 4. sagan í Clicking of Cuthbert þegar ungur maður í tweed-fötum kemur beinfrosinn inn í klúbbhúsið eftir golfhring í desember þegar snjór er yfir öllu,  pantar sér heitan drykk og sest niður hjá elsta félaganum. Sá segir að hann hafi aldrei séð áhugasamari kylfing nema ef vera skyldi Mortimer Sturgis (verið er að vísa til 3. sögunnar sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Í stuttu máli þá var Mortimer svo áhugasamur að hann hafði engan tíma til að stunda tilhugalíf en skellti sér á fullu í golfið, sem lauk með því að hans trúlofaða, Betty giftist besta vini Mortimer, Eddie Denton.)

Elsti félaginn var búinn að segja þá sögu og bauðst til að segja unga manninum framhaldið á sögunni um Mortimer Sturgis. Og þannig fáum við að heyra söguna af því þegar Mortimer var kominn með 12 í forgjöf. (Hann var alger byrjandi í upphafi með fulla forgjöf en náði lægst að koma henni í 9.)

En hér er Mortimer sem sagt kominn með 12 í forgjöf. Elsti félaginn sagði að á þeim tímapunkti væri það sem menn færu að spila golf af alvöru. Mortimer hellti sér í golfið af sama ákafa og áður en…..  hann fór aftur að fá áhuga á að kvænast því þegar hann leit í kringum sig voru bestu kylfingarnir kvæntir menn og hann ekki frá því að hann væri að missa af einhverju…. ja einhverju í hjúskap sem bætti leik manna. Föðurtilfinningar vöknuðu líka með honum því hann gat ekki varist því að það var aðeins vegna þess að Old Tom Morris eignaðist Young Tom Morris að einn besti kylfingur allra tíma hefði litið ljós, sem m.a. sigraði á Opna breska.

Mortimer varð ljóst að kona sín yrði að vera kylfingur, „því“ sagði elsti félaginn „ég get enn munað eftir hryllingnum í andliti hans þegar hann reyndi við eina álitlega en hún kannaðist ekkki við Harry Vardon  (Sjá nýlega grein Golf1 um Vardon með því að SMELLA HÉR: ) Konan spurði hann þess í stað hvort hann ætti ekki við Dolly Varden?“ Mortimer talaði aldrei við hana aftur.

Í janúar hafði Mortimer Sturgis þann vana að fara til Suður-Frakklands, þar sem veðráttan hentaði betur til golfleiks … og engin undantekning þetta árið þangað hélt Mortimer með 94 kylfur sínar og gisti sem fyrr á Hotel Superbe í Sainte Brüle. Þar þekktu allir hann og höfðu þolinmæði þó hann æfði vipphöggin sín í svefnherberginu. Á fyrsta kvöldinu sína þar tókst honum líka að brjóta dýrmæta styttu af hinum unga Samuel að biðja, en engu að síðu hraðaði hann sér í kvöldverðinn.  Og þar sá hann HANA.

Hann lýsti tilfinningunni sem slíkri þegar dúndurdræv lendir á steini utan brautar og hendist beint á miðju brautarinnar.  Honum tókst að finna einhvern sem kynnti þau – hún var engli líkust lítil og mjó með stór blá augu og ljóst sítt hár. Hún leit á Mortimer eins og loksins hefði eitthvað vakið athygli hennar. Og hafi Mortimer byrjað á golfi seint á ævinni þá kom ástin enn síðar – og hafi hann steypt sér í golfið af ákafa og ástríðu þá steyptist ástin yfir hann af sama ákafa og ástríðu.

„Fínt veður úti“ sagði Mortimer.

„Já“ svaraði stúlkan. Þau töluðu heillanga stund um veðrið þar til Mortimer bað hana afsökunar hann myndi ekki hvað hún héti. Sommerset svaraði hún. Mortimer datt næstum því af stólnum. „Golly!!!“ Þetta var óþekkta stúlkan sem sigraði hafði kvenmeistarann í golfi og hún sat þarna og talaði við hann eins og venjuleg kona – Mary Sommerset!!!

Tveimur dögum síðar voru þau á gönguferð um golfvöllinn og Mortimer bað Mary um ráð úr slæmri legu. Hún sagði honum bara að taka fullt högg og slá af krafti, sem Morty var hræddur við því yfirleitt toppaði hann slík högg en núna flaug boltinn með mjúkri sveiflu beint úr karganum og á flöt, líkt og John Henry Taylor hefði tekið höggið.  Hann vissi eftir þessa ráðgjöf að jafnvel þó hann ætti eftir að lifa að eilífu væri aðeins ein stúlka ætluð honum…. þessi. Hann hét sjálfum sér að hann myndi vinna ástir þessarar perlu af konu. Og þegar karlmanni líður þannig er fátt sem haldið getur aftur af honum.

Hann spurði hana að því hvort hann mætti kalla hana Mary? Hún sagði já, ef hann vildi.  Ef hann vildi „Ég myndi frekar vilja fá að kalla þig Mary en að spila 1. holuna á Muirfield í 2 höggum!!!  Ó Mary, ég hef beðið svo lengi eftir þessu andartaki. Ég elska þig. Ég elska þig. Allt frá því ég hitti þig hef ég vitað að þú værir sú eina. Viltu spila við mig á linksara lífsins þar til maðurinn með sláttuorfið kemur okkur úr leik?

„Mortimer“ hvíslaði hún. „Þú ert besti, yndislegasti maður sem ég hef kynnst. Hver annar hefði bjargað mér frá drukknun – þegar ég datt í tjörnina stökkstu eftir mér í öllum fötum.

„Já, það“ svaraði Mortimer. „Viltu giftast mér? Það er að segja ef það er ekki vandamál, ég veit þú ert fyrsti alvöru kvenmeistarinn í golfi og ég er bara með 12 í golfi?

Nokkrum dögum síðar giftust þau í lítilli kirkju í Sainte Brüle.  Ritari golfklúbbsins á staðnum var svaramaður Mortimer og stúlka af hótelinu var brúðarmær Mary. Þetta var mun minna tilstand en Mortimer hefði viljað hafa í kringum brúðkaupið og Mary vildi „bara“ fara til Ítalíu í brúðkaupsferð meðan hann hefði kosið Skotland og heimsókn á æskustöðvar James Braid.

En þarna voru þau á Ítalíu og hann svo upptekinn af því að þau ætluðu bara að spila fyrir og eftir hádegi og að skoða brúðkaupsgjöf hans til hennar nýjan golfpoka og fullt sett frá Skotlandi og sex tylftir golfbolta að hann tók ekki eftir hversu taugaóstyrk hún var.  Svo kom það hún hágrét og sagðist hafa svikið hann – hún hefði aldrei spilað golf á ævinni.  Hjarta Mortimer missti slag. Hún sagðist heita Mabel – Mary væri frænka hennar.  Hún væri meistarinn í krokkett!!!

„Ég vissi að þetta myndi komast upp en var að vonast til að við værum orðin svo náin þegar það gerðist að þú fyndir það í hjarta þér að fyrirgefa mér. En ég hafði rangt fyrir mér. Ég sé það nú. Það er sumt sem karlmenn geta ekki fyrirgefið.  Það er sumt sem enginn getur fyrirgefið.“

Hún sagði að hún yrði að fara frá honum.  Að nokkrum tíma liðnum var gjafmilt hjarta Mortimer bólgið af fyrirgefningu. Hann hljóp í húsið, kallaði á hana, en hún var farin og aðeins bréf eftir handa honum, bréf skrifað af konu með sundrað hjarta. Hann eyddi stórum hluta eigna sinna í að finna hana. Vorið leið, sumarið, haustið og kominn var vetur. Það var aðfangadagur… dagurinn sem maður ætti að verja með fjölskyldu og þeim sem maður elskar.

Ungi maðurinn hreyfði sig líkt og honum finndist sætið óþægilegt. „Þetta er mjög þunglyndisleg saga“ sagði hann.

Elsti félaginn hélt áfram með söguna: Það var aðfangadagur.  Mortimer Sturgis hafði ekki lyst á neinu. Hann var búin að tapa konu sinni, hann spilaði ekki golf og var hálf lystarlaus. Hann fór að glugganum til þess að sjá hvort ekki væri smá þíða og kannski von um að spila…. en það var helkalt frost. Hann opnaði dyrnar. Snjórinn var stökkur. Himininn fyrir ofan dimmur og fullur af köldum stjörnum. Hann hugsaði með sér að því fyrr sem hann pakkaði og færi til Suður-Frakklands, því betur.

„Mortimer!“ Hann heyrði kallað á sig. Skjátlaðist honum? „Mortimer!“ Nú var enginn efi þetta var kona hans. Hún lá á jörðinni, beinfrosin með bros á vör.

Ungi maðurinn stóð upp. „Þetta er ljót saga!“  „Hafðu ekki áhyggjur“ sagði elsti félaginn. Það hafði bara liðið yfir hana. „Þú sagðir að hún væri beinfrosin.“ sagði ungi maðurinn  „Myndir þú ekki vera frosinn ef það væri svona kalt úti?“  spurði elsti félaginn. „ Frú Sturgis var beinfrosin því vegna þess að það voru jól fékk hún engan bíl og varð að ganga 8 mílur. Leyfðu mér nú að klára söguna.“

Hún kom til sín við fallið á jörðina. „Mortimer, elskan.“ „Ertu á lífi?“ spurði hann. Já. „Guði sé lof“ svaraði hann. „Hræðilegt veður.“  Þau féllust í faðma. Næst sátu þau inni í hlýjunni á sófanum og héldust í hendur eins og þessi hræðilegi aðskilnaður hefði aldrei átt sér stað. „Veistu þú hefðir ekki átt að fara svona í burtu,“ sagði hann.

„Ég hélt að þú hataðir mig,“ svaraði hún. „Hataði þig? Ég elska þig meira en lífið sjálft!“ „Ég elska þig, ég kom tilbaka stuttu síðar og ætlaði að segja þér að við yrðum bara að finna góðan kennara handa þér. En þá varstu farin.“

„Ég var þín ekki verðug.“ sagði Mabel.

„Engillinn minn“ hann pressaði varir sínar að hári hennar. Allt þetta hefir kennt mér lexíu. Ég hef alltaf vitað það og veit það enn meir nú að það ert þú sem ég vil. Bara þú. Mér er sama þótt þú spilir ekki golf. Mér er sama. Þú getur líka spilað krokkett … bara ef þú ert hjá mér.“

Hún tók nýjan golfbolta af hillunni og vippaði honum í einn postulínsvasa Mortie. Hann var orðlaus. „Þegar ég fór frá þér hafði ég aðeins eitt markmið í lífinu, að verða einhvern veginn verðug þín. Ég sá auglýsingar þínar í blöðunum og langaði til að svara þeim. En ég var í Skotlandi í Auchtermuchtie í golftíma hjá Tammas McMickle.“

Ekki Tammas McMickle sem varð í 4. sæti á Opna breska 1911? Jú. Og hann sagði að forgjöf mín væri nú komin niður í 24. Auðvitað er það ekki neitt í þínum augum, þú varst kominn niður í 12 þegar ég fór frá þér og nú býst ég við að þú sért kominn í 8 eða hvað?“

Mortimer hristi höfuðið. Leikurinn minn dalaði. Ég hélt ég væri góður þó ég spilaði ekki í nokkra mánuði en nú er forgjöfin komin upp í 24. „Ó, hvernig á ég nú að geta fyrirgefið mér – ég hef eyðilagt spilið þitt!!!“ hálfandvarpaði Mabel.

„Ekki áfellast þig“ sagði Mortimer og faðmaði hana að sér. „Nú byrjum við bara sem jafningjar. Þetta er það besta sem gæti hafa gerst. Tvö hjörtu sem slá sem eitt. Tveir dræverar sem dræva, sem einn.“ Þetta er bara eins og eitthvað eftir Tennyson og hann fór með eftirfarandi ljóð fyrir hana

My bride, my wife, my life. Oh we will walk the links

Yoked in all exercise of noble end

And so thro those dark bunkers off the course

That no man knows. Indeed, I love thee, come

Yield thyself up. Our handicaps are one

Accomplish thou my manhood and thyself;

Lay thy sweet hands in mine and trust to me.

Hún lagði hendur sínar í hans. „Og nú Mortie elskan, ætla ég að segja þér hvað ég gerði á löngu 12. brautinni í Auchtermuchtie……“

——————————–

Sagan sýnir að þeir sem elska, fyrirgefa… og forgjöf skiptir engu – láforgjafarkylfingar spila við háforgjafarkylfinga – og þegar maður elskar skiptir engu þó forgjöfin fari upp …. hún fer niður aftur þegar ástin er til staðar ….. Mortimer Sturgis náði sinni niður aftur í 9, við mikla aðdáun Mabel.