Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 09:45

Rory talar niður samkeppnina við Tiger á World Golf Finals

Númer 1 á heinslistanum, Rory McIlroy, hefir talað niður samkeppnina milli sín og 14 falds risamótsmeistara Tiger Woods fyrir $5.2 milljóna World Golf Final í Belek.

Styrktaraðilar gera mikið úr samkeppninni en hinn 23 ára McIlroy er ekki sama sinnis.

„Ég hlakka til að keppa við Tiger því eins og allir vita var hann hetjan mín þegar ég var að vaxa úr grasi,“ sagði Rory við blaðamenn.

„Að fá að spila við hann þessa dagana og keppa við hann er draumur sem rætist.“

„Þetta verður fyrsti leikurinn þar sem við höfum keppt við hvern annan maður á mann í staðinn fyrir hefðbundinn höggleik, þannig að þetta ætti að vera gaman og þetta er leikum sem ég myndi gjarnan vilja vinna.“

„En meðan ég myndi frekar vera þátttakandi í þessu en ekki, þá er í í góðri stöðu þegar ég er borinn saman við Tiger.“

„Hvað sem öðru líður þá vill fólk sem fylgist með golfi gjarnan að það sé einhver samkeppni í gangi milli mín og Tiger en það er ekki þannig sem ég lít á samband mitt við Tiger. „

„Það er bara frábært að fylgjast með móti sem þessu og ég er bara ánægður með að það skuli vera minnst á mig í sömu andrá og Tiger.“

Rory McIlroy og Tiger Woods ásamt 6 öðrum, þeim Lee Westwood, Justin Rose, Webb Simpson, Hunter Mahan, Matt Kuchar og Charl Schwartzel taka líkt og Golf 1 greindi frá í gær þátt í Turkish Airlines Golf Finals og eru verðlaunin fyrir 1. sætið , $1.5-milljónir og fyrir 8. sætið (þ.e. bara fyrir að taka þátt)  $300 000.

Woods kom itl Tyrklands og er það í fyrsta sinn sem hann kemur til meginlands Evrópu frá árinu 2003 og á blaðamannafundinum sagði hann strax hversu vonsvikinn hann hefði verið að skila bara 1/2 stigi í 7. Ryder Cup mótinu sem hann tekur þátt í og það var eftir að hann gaf Molinari síðasta púttið.

„Ég hafði tækifæri til þess að vinna 3 stig fyrir liðið og ég gerði það ekki,“ sagði Tiger.

„Stigin frá mér skiptu engu máli þarna í lokinn þar sem búið var að gera út um leikinn (þ.e. lið Evrópu búið að tryggja sér Ryder bikarinn, sama hvernig Tiger spilaði).

„En ég var ekki að meðtaka það sem gerðist í Medinah í nokkra daga.“

„Ég sendi Freddie  (Couples) og Steve (Stricker) sms í þó nokkrum mæli og eins og með annað þá er þetta tapað mót og maður verður bara að halda áfram og einbeita sér að næsta móti.

„Maður tapar mun meira ein maður sigrar í þessari íþrótt og maður lærir bara að halda áfram og taka þátt í þessu móti hér í Tyrklandi og ég á í vændum góðan leik á móti Charl (Schwartzel).“

Ólíkt Tiger Woods hefir McIlroy komið til Tyrklands áður, þegar hann studdi kærestu sína Caroline Wozinacki í lokamóti WTF .

Nú snýst dæmið við þar sem Wozinacki er kominn til Tyrklands til að styðja Rory sinn og hann er ákveðinn í að sigra.

„Þetta verður spennandi vika með 8 af bestu kylfingum heims og Tyrkir fá að sjá mót sem þeir hafa aldrei áður fyrr séð,“ sagði hann.

„Ég er enn að reyna að koma niður eftir „high-ið“ á Ryder Cup en það er bara fínt að vera hér.

Ég hef ekki snert kylfu frá því á Ryder Cup og ég hef bara verið að slaka á með Caroline þannig að ég mun fara á golfvöllinn í dag og sjá hvort ég hef þetta enn.“

Í opnunarleikjunum í dag mun McIlroy spila við Matt Kuchar, Tiger við  Charl Schwartzel, Hunter Mahan mun leika gegn Justin Rose og Lee Westwood við Webb Simpson.

McIlroy spilar við Schwartzel á miðvikudagsmorguninn og síðan Tiger eftir hádegið á morgun.

McIlroy, Woods, Schwartzel og Kuchar eru í flokki saman og efstu kylfingarnir fara inn í undanúrslitin á fimmtudaginn þegar þeir spila við efstu tvo kylfinga í flokki B, þar sem eru Westwood, Mahan, Rose og Simpson.

Heimild: Yahoo Sports