Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders í Belmont Abbey. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi varð í 17. sæti á Kings College Invitational

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og golflið Belmont Abbey, the Crusaders tóku þátt í 2 daga móti í Bristol, Tennessee, the Kings College Invitational.

Þátttakendur í mótinu voru 48 frá 8 háskólum.

Arnór Ingi og the Crusaders luku keppni í 2. sæti í liðakeppninni.  Arnór Ingi spilaði á samtals  149 höggum (76 73)  og lauk keppni í 17. sæti í einstaklingskeppninni. Hann var á 5. besta skori The Crusaders og taldi skor hans því ekki í liðakeppninni.

Næsta mót sem The Crusaders, golflið Belmont Abbey spilar í er  Lincoln Memorial Fall Invitational, í Pineville, Kentucky, sem fram fer dagana 15.-16. október n.k. Þetta er síðasta mótið sem The Crusaders spila í nú í haust.

Til þess að sjá úrslitin á Kings College Invitational SMELLIÐ HÉR: