Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 13:45

Westwood vann Schwartzel 61-67 í undanúrslitunum í Tyrklandi og setti nýtt vallarmet 61 högg á Sultan golfvellinum!!!

Nú er lokið fyrsta leik í undanúrslitunum á Turkish Airlines World Golf Final á Sultan golfvellinum í Belek.

Lee Westwood sem varð í 2. sæti í B-riðli hafði betur gegn Charl Schwartzel frá Suður-Afríku.

Westwood spilaði á 61 glæsihöggi og bætti vallarmetið sem Justin Rose setti fyrr í dag á Sultan golfvellinum.

Á hringnum fékk Westy 2 erni, 8 fugla og árans skramba á 4. braut Sultan golfvallarins, en hefði Westwood sleppt því hefði hann brotið 60.

Charl Schwartzel var ekkert að spila illa, var á 67 höggum, fékk 5 fugla og 1 skolla en það dugði ekki til gegn Westwood eins og hann gerist bestur!!!

Westwood mætir annaðhvort Tiger eða Justin Rose í úrslitaviðureigninni á morgun!

Til þess að fylgjast undanúrslitinum á Turkish Airlines World Golf Final SMELLIÐ HÉR: