Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 21:30

PGA: Jhonattan Vegas tekur forystu snemma á Frys.com Open á 1. degi

Það er Jhonattan Vegas frá Venezuela sem tekið hefir forystu á Frys.com Open, sem hófst á golfvelli CordeValle golfklúbbsins, í  San Martin, í Kaliforníu í dag.

Vegas kom á hús í 65 höggum. Hann fékk 7 fugla og 1 skolla.

The Masters risamótsmeistarinn 2012, Ernie Els, sem fann sig svo vel á mótinu í fyrra, skilaði sér inn á sléttu pari og er fyrir miðju skortöflunnar sem stendur.

Margir eiga eftir að ljúka leik þannig að staðan getur breyst í mótinu eftir því sem líður á kvöldið.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Frys.com Open á 1. degi SMELLIÐ HÉR: