Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 20:30

Dagur bleika borðans víðar en á Íslandi

Á golfskyggni nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy gefur að finna orðið Jumeirah og hafa margir verið að velta því fyrir sér og spá í hvað það stendur fyrir?

Rory McIlroy

Jumeirah er hótelkeðjan sem á og rekur eitt dýrasta og 4. hæsta hótel í heimi: Burj al Arab, sem staðsett er í Dubai. Hótelið er 321 metra hátt eða meira en 4 sinnum hæð Hallgrímskirkju- turns.

Á hótelinu, sem er eitt það íburðamesta í heimi, var dags bleika borðans minnst en hótelið „klæddist bleiku“ líkt og margir hér á Íslandi í dag.

Jafnframt voru útbúnir sérstakir bleikir iPad-ar úr 24 karata gulli og seldir til þess að styrkja krabbameinsrannsóknir. Eins var framreitt sérstakt bleikt te og bleikar „Bella Rosa“ kökur en 50% af ágóðanum rann til brjóstakrabbameinsrannsókna.

Flott hjá Burj Al Arab þar sem margir af fremstu kylfingum heims gista þegar þeir eru í Dubai!