Lee Westwood gerir 2 ára styrktarsamning við Bushnell
Bushnell Outdoor Products, sem er leiðandi framleiðandi á laserfjarlægðarmælum, sem m.a. eru notaðir á PGA Tour, tilkynnti um 2 ára styrktarsamning sem fyrirtækið hefði gert við Lee Westwood. Westy sem er einn besti kylfingur heims mun kynna framleiðsluvörur Bushnell Golf um heim allan.
„Það gleður okkur hjá Bushnell að bjóða Lee Westwood velkominn sem einn hluta Bushnell-teymisins“, sagði Guilhem Pezet, markaðsstjóri íþróttavara hjá Bushnell. „Lee kemur með óhemju golfreynslu sem er ómetanleg fyrir Bushnell og mun aðstoða okkur að bæta vörur okkar enn frekar.“
„Ég er ánægður með að vera hluti af Bushnell, sérstaklega þar sem vörur fyrirtækisins hafa alltaf verið gríðarlega mikilvægur hluti leiks míns. Ég treysti á nákvæmni þegar ég mæli yardana og treysti Bushnell viku eftir viku á Túrnum. Að mínu mati standa engir fjarlægðarmælar Bushnell framar“, sagði Westwood.
Bushnell Outdoor Products eru leiðandi í framleiðslu íþróttaútbúnaðar og hefir verið svo í 60 ár. Með laserfjarlægðar-mælum sínum hefir Bushnell skapað sér sérstöðu síðastliðinn áratug og hefir bætt við GPS í mælana.
Skv. skoðanakönnun sem Darrell Survey stóð fyrir nota í kringum 91 % allra atvinnukylfinga á PGA, LPGA og Champions Tour fjarlægðarmæla frá Bushnell. Því þegar málið snýst um hvort tvö högg dugi, hvaða taktík þ.e. strategíu eigi að nota kringum flatirnar, hvernig er best að komast hjá sandglompunni o.s.frv. þá treysta bestu kylfingar í heimi á Bushnell fjarlægðarmælinn. Fjarlægðamælarnir mæla með skekkju upp á 0,5 metra.
Heimild: www.bushnellgolf.eu
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024