Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2012 | 08:00

PGA: Hápunktar og högg 3. dags á Frys.com Open

Það er Kaliforníubúinn John Mallinger sem leiðir á Frys.com Open þegar aðeins á eftir að spila lokahringinn á golfvelli CordeValle golfklúbbsins í San Martin, Kaliforníu. Hann er samtals á 15 undir pari.

Aðeins 2 höggum á eftir er Svíinn Jonas Blixt  á 13 undir pari.

Þriðja sætinu deila þeir Jason Kokrak og Charles Howell III, báðir á samtals 12 undir pari, hvor og í fimmta sæti eru þeir Vijay Singh og Alexandre Rocha á samtals 11 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Frys.com  Open  SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags sem va teighöggið fyrir erni sem Bill Lunde átti á par-4 17. brautinni, en með þessu glæsihöggi skyldi hann boltann aðeins um rúman meter frá holu og eftirleikurinn fyrir erni auðveldur  SMELLIÐ HÉR: